Skip to content

Category: Uncategorised

Sjálfsvíg

Sjálfsvíg er hjartaáfall sálarinnar, þetta segi ég ekki til hljóma voða skáldleg heldur í þeirri viðleitni að ræða sjálfsvíg sem eðlilega dánarorsök. Nú bregður kannski einhverjum sem hugsar „hvað er manneskjan að fara?“ Jú ég er bara að reyna fara í áttina frá því að ræða sjálfsvíg sem voveiflegan atburð að þeim stað þar sem við getum rætt sjálfsvíg sem sorglegan en um leið eðlilegan dauðdaga. Ætli sjálfsvíg sé ekki ein elsta dánarorsök þessa heims? Örugglega eldri en sykursýki tvö eða kransæðastífla. Sjálfsvíg hafa fylgt mannkyninu frá morgni tímans, sem þýðir þó ekki að við eigum að sætta okkur við þau heldur að hætta að hvísla um þau og skima fyrir þeim strax í grunnskóla og tala opið um það við náungann hvort hann hafi einhvern tíma haft sjálfsvígshugsanir, að það sé eðlileg spurning þegar erfiðleikar steðja að og fólk er langt niðri. Það er talað um að krabbameinsfrumur verði … Lesa meira

Það sem ég lærði fyrir fertugt

  1. Þótt lífið sé stutt er ekki ástæða til að lifa eins og hver dagur sé hinn síðasti þá verður nefnilega næsti dagur býsna erfiður.
  2. Hættulegasta fólkið er fólkið sem heldur að það geti ekki gert neitt slæmt. Öll erum við fær um að beita ofbeldi og særa, við höfum bara val um hvort við ræktum frekar hið góða eða hið vonda.
  3. Það er fullkomlega eðlilegt að hrífast af öðrum en maka sínum, það er ekki sjéns að einhver sem á annað borð er eða hefur verið í hjónabandi hafi aldrei hrifist af öðru fólki eða látið sig dreyma um annað líf. Tilfinningar eru gangverkið í manneskjunni sem þarf bara reglulega að stilla.
  4. Ef þú notar vín til að vinna á streitu, deyfa sársauka eða flýja sjálfan þig þá ertu mjög líklega alkóhólisti.
  5. Dauðinn er ekki það versta í lífinu. Það versta er að lifa í dauða og vera í engum
Lesa meira

Ljósmæður í lífi og dauða

Í kveðjuræðu sinni í Jóhannesarguðspjalli veitir Jesús lærisveinum sínum virka sálgæslu vegna eigin aðsteðjandi dauða. „Hryggð ykkar mun snúast í fögnuð“ segir hann og síðan útskýrir hann sorgarferlið með myndlíkingu barnsfæðingarinnar, mynd sem margar mæður þekkja „ þegar kona fæðir, segir Jesús, er hún í nauð því stund hennar er komin en þegar hún hefur alið barnið minnist hún ekki framar þrauta sinn af fögnuði yfir því að maður er í heiminn borinn. Ég nota þessa myndlíkingu oft þegar ég mæti syrgjendum, það er að segja til að útskýra sorgarferlið og undirstrika hversu eðlilegt og náttúrulegt ferli það er, já rétt eins og fæðing barns. Að vísu er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að eitthvað fari úrskeiðis við barnsfæðingu eins og í sorgarferlinu, stundum endar fæðing í bráðakeisara og sorg í djúpu þunglyndi eða fíkn en oftast nær gengur bæði sorgin og fæðingin eðlilega fyrir sig þótt mikið mæði á … Lesa meira

Er lífsafstaða þín skaðleg?

Skaðlegasta lífsafstaða sem hægt er að tileinka sér er að vera fórnarlamb. Og taktu eftir þegar ég segi, að tileinka sér. Við tölum réttilega um fórnarlömb ofbeldis, náttúruhamfara og stríðsógna til að undirstrika hversu miklar þjáningar þau hafa upplifað. Þannig er orðið fórnarlamb mjög gagnlegt og gagnsætt orð. Þegar við tölum um fórnarlömb utanaðkomandi ógna erum við að vísa til saklausra einstaklinga sem eiga sér einskis ills von en eru allt í einu lentir í skelfilegum aðstæðum og þjáningum sem okkur hryllir við að fólk líði. Að þessu leyti er hugtakið fórnarlamb eðlilegt og réttmætt hugtak. Þó er alls ekki samasemmerki milli þess að vera annars vegar raunverulegt fórnarlamb aðstæðna og hins vegar að upplifa sig vera fórnarlamb lífsins. Vart hef ég tölu á þeim manneskjum sem ég hef þjónað í preststarfinu, fórnarlömbum skelfilegra aðstæðna sem samt sem áður upplifa sig ekki í því hlutverki, þrátt fyrir sorgir sínar og … Lesa meira

Og heimsfriður ríkja

Ég er komin heim af hælinu, þegar ég fór þangað hét ég því að eiga svo gott sem engin samskipti við annað fólk, upplifði að ég væri komin með ógeð af fólki, gekk um matsalinn í hettupeysu og joggingbuxum með fjarrænan svip eins og foreldrar mínir væru nýbúnir að taka af mér snjallsímann og eyða Snapchat reikningnum mínum. Ég forðaðist augnsamband við aðra, settist ein út í horn með diskinn minn og þóttist vera félagsfælin. Nokkrum dögum seinna var ég hins vegar komin á villingaborðið sem var að mestu skipað konum fimmtíu ára og eldri en þar var ekkert umræðuefni of heilagt til viðrunar, þar skapaðist líka dýrmæt vinátta, ég hlakkaði til hvern einasta morgun að borða hafragrautinn með þessum meisturum, unglingaveiki mín entist sumsé í heila tvo daga. Ég uppgötvaði þarna að nýfengin félagsfælnin sneri hreint ekkert að öðru fólki, heldur sjálfri mér, ég var bara komin með ógeð … Lesa meira

Við erum gangandi kraftaverk

“Ég er vistmaður á heilsustofnun og trúi á óhefðbundnar lækningar, vinsamlegast hringið á lögregluna.” Ein stærsta blekking mannkyns er líklega sú að halda að dag einn muni vísindin hafa svör við öllu og dauðanum líka. Rökhyggja og vísindi hafa gert kraftaverk á svo ótrúlega mörgum sviðum að það væri hreinlega til að æra óstöðugan að ætla sér að telja það allt upp. Við einfaldlega lifum lengur á þessari jörð vegna vísindanna, við þekkjum heiminn og líka geiminn vegna vísindanna, vísindi skapa frið en reyndar líka ófrið, stundum jafnvel hatur en aldrei ást, vísindin skapa lækningu en ekki beint heilbrigði því heilbrigði er eitthvað stærra og óáþreifanlegra en vísindin ein geta fangað. Hugsa sér, læknavísindin eru þess megnug að flytja líffæri manna á milli, koma fósturvísum fyrir í legi kvenna, græða stofnfrumur í fólk til að lækna ýmsa erfiða sjúkdóma, jafnvel geðsjúkdóma. En talandi um geðsjúkdóma, geðkvilla og hegðunarraskanir, þar eru … Lesa meira

Ætlarðu bara að hvílast þegar þú ert dauður?

Ertu útbrunnin? Spurði konan sem settist gegnt mér í matsalnum á fyrsta degi dvalar minnar hér á Heilsuhælinu í Hveragerði. “Nei nei ég er bara þreytt” svaraði ég afsakandi og hugsaði með mér að kannski hefði ég bara átt að svara spurningunni játandi og bæta síðan við að ég væri svo sjúklega útbrunnin að ég gæti alls ekki haldið uppi samræðum við ókunnuga en fannst það kannski helst til of harkaleg viðbrögð í garð konunnar sem eflaust vildi vel. Eftiráhyggja var reyndar ágætt að hún skyldi spyrja, þá neyddist ég til að segja upphátt og hnitmiðað hver ástæða dvalar minnar er, sem er einfaldlega sú að ég er þreytt. Ég verð fertug í næsta mánuði en er enn á þeim stað í lífinu að halda að ég megi ekki tala um eigin þreytu, eins og það sé bara eitthvað sem fólk geti orðað í fyrsta lagi um sextugt eftir tvö … Lesa meira

Ég er ekki góð

Ef það er eitthvað sem ég hef lært af því að vera í prestskap, vera alkóhólisti og með geðröskun er að ég er ekki góð manneskja. Þegar fólk segir við mig að ég sé nú virkilega góð manneskja verð ég hreinlega skelfingu lostin. Ef mér er hins vegar þakkað fyrir góða þjónustu eða nærveru eða skrif þá verð ég auðvitað glöð og þakklát. Það er þó ekki prestskapnum né alkólhólismanum eða geðröskuninni að kenna að ég er ekki góð heldur hefur þrenningin aðeins opnað augu mín betur fyrir þeirri staðreynd að ég er alls ekki hreinni né betri en annað fólk. Ég hef til dæmis beitt manninn minn andlegu ofbeldi með því að þegja þunnu hljóði lengur en rétt og sanngjarnt er að gera, haldið honum í spennu með skapsveiflum og hroka, ég hef líka gerst sek um að vanrækja börnin mín, til dæmis þegar mér fannst mikilvægara að drekka … Lesa meira

Guð er tónlist

Mér skilst að hljóð og snerting sé það síðasta sem við mannfólkið skynjum þegar allt annað er frá okkur tekið. Þegar orð festa ekki lengur rætur sökum veikinda  er lykil mannlegar tengsla að finna í tónlist og snertingu. Oft hef ég upplifað að sitja við sjúkrabeð þar sem enginn segir neitt en ástvinur heldur í hönd hins sjúka og um loftið berast tónar úr litlu útvarpi á náttborðinu. Oft er það nóg og engu við að bæta, kærleikurinn er ekki endilega alltaf svo ræðinn en hann kann að skapa nánd án orða.

Ég held að tónlistin sé vöggugjöf skaparans til að auðvelda okkur lífsgönguna, af því að gangan er ekkert alltaf auðveld eins og við öll vitum. Það er svo merkilegt með tónlistina að hún hefur einhvern allsherjar aðgang sem orð hafa ekki, tónlistin er eiginlega masterlykill að lífinu. Ef við tökum bara kirkjuna sem dæmi og kirkjulegar athafnir þá … Lesa meira

#meToo og uppeldið

Í #meToo byltingunni hef ég mikið velt fyrir mér ábyrgð minni sem uppalanda tveggja ungra drengja. Drengirnir spegla nefnilega samskipti okkar hjónanna, orðræðuna á heimilinu, hvernig við horfum á hvort annað, ávörpum hvort annað, virðum framlagt hvors annars til þessarar sameiginlegu lífsbaráttu okkar. Þeir skoða hvað pabbi er að horfa á í sjónvarpinu og á netinu, hvernig hann talar almennt um konur, hvort hann hafi helst orð á stórum brjóstum og stinnum rassi eða hvort hann heyri það sem konur eru að segja í fréttum og á opinberum vettvangi og taki það gilt, taki yfirhöfuð á mark á konum. Er pabbi í beyglum yfir því að hlusta á hinn nýja forsætisráðherra flytja áramótaávarp og gerir grín að því hvað hún sé lítil og stelpuleg eða fer hann strax að tala um inntak þess sem hún hefur að segja af því að fyrir honum er algjört aukaatriði hvernig ein valdamesta … Lesa meira