Skip to content

Hildur Eir Bolladóttir Posts

Bónusbömmerinn

 

Það kann að vera að eitthvert ykkar hafi einhvern tíma veitt mér athygli þar sem ég hef setið út í kyrrstæðum bíl framan við Bónus í Naustahverfi eins og óþekkur krakki sem fær ekki að koma með í búðina, svolítið skömmustuleg á svip. Ég vona þó að eiginmaðurinn sé ekki að fá baneitrað augnaráð frá samferðafólki mínu sem heldur að nú sé hann með frúna í harkalegri atferlismótun til að venja hana af stjórnlausum frekjuköstum yfir að fá ekki að kaupa Oreo kex og snakk í hverri búðarferð. Nei sannleikurinn er sá að stundum er ég búin að umgangast svo margt fólk yfir daginn að ég get ekki meir, kemst hreinlega ekki inn í búðina og sit því með skömmustulegan svip út í bíl og hlusta á útvarpið meðan eiginmaðurinn kaupir í matinn. En bíddu samt hæg/ur ekki að fara að vorkenna mér, þetta er algjört sjálfskaparvíti og hefur … Lesa meira

Að vera veikur

Mig langar til þess að vera hér með örlitla, óskáldlega hugleiðingu um það að takast á við veikindi og vera aðstandi. Og af því að ég tala um að vera óskáldleg þá þýðir það að ég ætla að vera praktísk í kvöld sem er raunar bráðnauðsynlegt  þó það sé kannski ekki eins ljóðrænt og spurningin um tilgang lífsins. Eða hvað? Er ekki lífið í heild sinni ljóð, eins konar safn myndbrota úr hversdeginum þar sem við tökumst á við það óæfða hlutverk að vera manneskja?

Mig langar til að bera hér fram nokkur praktísk ráð sem ég hef safnað að mér í gegnum tíðina meðal annars með því að vera aðstandandi  síðustu átján árin og prestur í rúman áratug og blanda þessu saman í örlítinn kokteil. Kokteillinn er þó ekki áfengur enda skiptir miklu máli að vera edrú þegar ógnir steðja að eða bara þegar lífið verður meira krefjandi. Það … Lesa meira

Nýjar tilfinningar

Á þessum sólríka degi sem er að kvöldi kominn skírði ég lítinn dreng í örmum ástvina. Um leið og athöfn lauk fór ég að dánarbeði eldri manns sem hafði kvatt  fyrr um daginn eftir erfið veikindi. Við rúmstokk hans sátu ekkjan og afkomendur og krossmarkið sem ég hafði rétt áður brugðið á enni og brjóst skírnarbarnsins var nú borið að brjósti þessa látna manns blandað tárum ástvina rétt eins og hann væri aftur orðin barn við skírnarlaug eilífðarinnar.

Í sjálfu sér er þetta ekki óvenjulegur dagur í lífi prests, við erum aftur og aftur kölluð frá einni laug til annarrar, já laug segi ég því lífið er vatn sem finnur sinn farveg til líknar og gleði. Það sem hins vegar gerir svona daga merkilega er að allar tilfinningar hvort sem er við skírn eða andlát eru nýjar. Þess vegna tekst maður í hvert sinn á við þá áskorun að hlusta … Lesa meira

Við erum öll vanrækt börn

Að vandlega ígrunduðu máli hef ég komist að þeirri niðurstöðu að djöfullinn sé  ekki til. Ég held að í heiminum sé engin illska, bara hungur. Ég held að Guð hefði aldrei skapað heim sem þar sem illskan er náttúrulögmál líkt og fæðing og dauði. Ef illskan væri náttúrulögmál þá hefði samviska okkar ekkert gildi og dygðirnar væru í besta falli hentugt skraut á terturnar sem við munum snæða hér upp í Hólaskóla á eftir. Illska þessa heims er vanræksla og hungur sem við höfum tækifæri til að bregðast við og um það fjallar þessi prédikun.

Þegar minnst er á vanrækslu dettur okkur fyrst börn í hug enda oftast talað um vanrækt börn en ekki vanrækta karlmenn og konur. Þó er það nú svo að öll erum við á einhvern hátt börnin sem við eitt sinn vorum, barnið býr innra með okkur allt lífið og brýst fram á gleði jafnt sem … Lesa meira

Takk Ólafur Ragnar!

TAKK Ólafur.
Ég á eina mjög skemmtilega minningu um Ólaf Ragnar sem nú lætur af embætti forseta Íslands eftir 20 ára þjónustu. Það var árið1997, ég var enn í menntaskóla en hafði að sumarstarfi að veita leiðsögn um Hóladómkirkju og bjó þá heima hjá foreldrum mínum. Á Hólahátíð þetta sumar flutti herra Ólafur Ragnar hátíðarræðu hvar hann tjáði sig um siðferðileg álitamál varðandi Decode og gagnagrunn Íslenskrar Erfðargreiningu en það var talsvert hitamál á þeim tíma. Ræðan rataði strax í fjölmiðla og vakti mikla athygli og umræðu. Foreldrar mínir voru vanir að bjóða ræðumönnum heim í mat að kvöldi Hólahátíðar og ég var auðvitað eitthvað að snattast þarna með mömmu, taka af borðum og bera fram veitingar. Allt í einu kemur Ólafur til mín og spyr með lágum rómi hvort ég geti leyft honum að hlusta einhvers staðar á útvarp, hann vildi ná fréttatímanum og heyra hvernig menn leggðu út … Lesa meira

Hamingjan er fórn

Að elska
er að hella upp á kaffi
án þess að hafa nokkurn tíma drukkið kaffi
og kveikja á útvarpinu
þótt maður þrái þögnina
bara vegna þess að hún þarf að vakna

Að elska
er að para saman svarta sokka
í stærð fjörutíu og fimm
svo hann fari ekki í ósamstæðum
til vinnu

Að elska
er að lakka á henni táneglurnar
meðan enski boltinn er í sjónvarpinu
og missa af þessu eina marki
til að hitta á réttan stað

Að elska
er að baka skúffuköku á sunnudegi
og bera fram með nýmjólk
þótt best væri að hann drykki bara undanrennu
eða vatn

Að elska
er að kaupa blómvönd í Bónus
og bera heim
í gulum poka
innan um klósetthreinsi
og kæfu

Að elska
er að horfa saman á kvikmynd
um eiturlyfjabaróna
í Mexícó
Og vera á túr
og langa bara að sjá fallegt fólk
sem myrðir ekki aðra
eða vaknar… Lesa meira

17.júní 2016

Nú er hann sautjándi júní tekinn að reskjast,
hendurnar sinaberar
hárið grátt og þunnt,
andlitið markað lifuðu lífi.
Hann man hvar hann stóð þennan dag
fyrir rúmum sjötíu árum
er fáninn var dreginn að hún
og klukkum kirkjunnar hringt
af slíkri áfergju
og frelsisþrá
að kólfurinn titrar enn.
Nú lítur sá gamli stoltur
yfir litríkan hóp
sjálfstæðra afkomenda,
sér samkynhneigða syni
leiðast hönd í hönd
inn kirkjugólfið
með ástarblik í augum,
heyrir þeldökka dóttur tala íslenskt mál
eins og skagfirskur bóndi
í Laufskálarétt.
Forvitinn fylgist hann með jafnöldrum sínum
spila golf
og klífa fjöll
með undrandi barnabörn í eftirdragi.
Hann sér þingmenn í rifnum gallabuxum
og presta í brjóstahöldurum
og heimili sem eru grá og hvít eins og íslenska veðrið
þar glittir í eitt og eitt eilífðar smáblóm
og Jón heitinn í lit.
Hann sér þetta allt
blessaður öldungurinn
og brosir
þar sem hann svífur yfir bænum
á hátíðlegri helíumblöðru… Lesa meira

Óttinn er vonska þessa heims

Þegar ég var nývígður prestur í Laugarneskirkju í Reykjavík var mér boðið í opnuviðtal í víðlesnu dagblaði og sem ungur metnaðarfullur prestur og hálfgerður krakki því var ekki nema 27 ára gömul fór ég í viðtalið og hugsaði með mér að nú myndi eftirspurn eftir starfskröftum mínum og hæfileikum taka umtalsverðan kipp. Þetta var auðvitað áður en ég lærði inn á fjölmiðla og uppgötvaði að samskipti fjölmiðla og viðmælanda eiga með réttu að vera jafningjasamskipti þar sem báðir aðilar kasta á milli sín bolta og grípa eins og þeim einum er lagið. Þú lætur ekki meðhöndla þig í fjölmiðlum frekar en í öðrum samskiptum, þú lætur raunar aldrei meðhöndla þig nema þú sért svæfður í skurðaðgerð þar sem fagfólk er að hamast við að bjarga lífi þínu. Það er í raun enginn munur á prestum og fjölmiðlum þegar kemur að þessum þætti mannlegrar tilveru, prestar meðhöndla ekki fólk, ekki einu … Lesa meira

Við þurfum nýjan forseta

Þá hef ég komist að niðurstöðu samkvæmt brjóstviti mínu og dómgreind sem er auðvitað ekki óskeikul. Það er fullkomlega óeðlilegt að Ólafur Ragnar Grímsson skuli nú bjóða sig aftur fram til forseta eftir að hafa tilkynnt annað í nýársávarpi sínu á fyrsta degi ársins 2016. Það er heldur ekki satt sem sumir segja að þetta sé lýðræðið í hnotskurn að hann megi nú bara bjóða sig fram eins og hver annar og svo sé það þjóðarinnar að velja, upphrópunin “hva er þjóðin svona heimsk, er henni ekki treystandi til að kjósa!” er heldur ekki kjarni málsins, þetta er ekki svona einfalt. Nei íslensk þjóð er ekki heimsk, íslensk þjóð er hins vegar lítil og líður fyrir það þegar kemur að umgengni við völd. Þeir sem segja framboð Ólafs bara einn valkost af mörgum eða lýðræðið í hnotskurn eru sömu aðilar og vita af fenginni reynslu að fámenni hefur tilhneigingu til … Lesa meira