Skip to content

Hildur Eir Bolladóttir Posts

Hlutleysi er kjaftæði

Guðspjall dagsins fjallar um lækningu. Um það þegar Jesús reisir tengdamóður Símonar á fætur er hún liggur með sótthita og í framhaldi segir frá því þegar menn færðu til hans alla þá sem sjúkir voru og haldnir illum öndum og Jesús læknaði marga er þjáðust af ýmsum sjúkdómum og rak út marga anda en illu öndunum bannaði hann að tala því þeir vissu hver hann var.

Og hér stend ég hárlaus í prédikunarstól, rúmlega hálfnuð með lyfjameðferð og að þjóna í minni fyrstu messu í langan tíma og þetta er guðspjallið………Og svo efast menn um heilagan anda. Heilagur andi er leið Guðs til að hjálpa okkur að styrkja okkar eigin trú og samferðarfólks okkar. Þegar við upplifum sem dæmi hrifnæmi, hrífumst af fallegri náttúru, heillandi fólki, fagurri tónlist og listsköpun, verðum gagntekin af töfrandi en þó algengum andartökum eins og þegar ungabarn hjalar eða brosir eða þegar kotroskin krakki segir … Lesa meira

Sonur minn

Ég á nítján ára son sem heitir Haraldur Bolli oftast kallaður Halli Bolli. Ég á líka annan son sem heitir Jónatan Hugi og er þrettán ára, stundum kallaður Ljónshjarta af mömmu sinni, en þessi pistill er ekki um hann, Jónatan á eftir að fá sinn pistil síðar en stundum hef ég útskýrt fyrir sonum mínum að þó ég hæli öðrum þeirra þýði það ekki að ég sé ekki jafn stolt af þeim báðum. Ég er reyndar svo montin af þeim báðum að ég þarf frekar að stramma mig af til að koma þeim ekki í vandræðalegar aðstæður, en það er önnur saga.

Af mörgum ástæðum er ég montin af Halla Bolla mínum en þessi pistill fjallar hins vegar um það hvað mér finnst magnað og merkilegt að hann hafi af eigin frumkvæði sótt um og fengið starf við umönnun aldraðra og sjúkra á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Og nei það … Lesa meira

Áhrifavaldar

Að vera áhrifavaldur er nýtt hugtak á vinnumarkaði nútímans. Starfið fer að mestu leyti fram á samfélagsmiðlum og eins og ég skil það snýst vinnutilhögun áhrifavalda í því að safna eins mörgum fylgjendum og hægt er og auglýsa svo vörur fyrir ýmis fyrirtæki og verslanir. Þetta er í sjálfu sér bara nýtt form af auglýsingamarkaði þar sem einstaklingar reka sína eigin stofu á Instagram eða Snapchat eða jafnvel Tik Tok þó ég viti raunar lítið um þann miðil. Í dag eru áhrifavaldar samfélagsmiðlana fræga fólkið á síðum dagblaðanna. Í dag heyri ég börnin mín nefna nöfn við kvöldverðarborðið sem ég kannast ekkert við, það eru ekki lengur frægir leikarar, tónlistar eða íþróttafólk sem maður hefur kannski smá möguleika á að þekkja heldur snapchat og Instagram stjörnur og mér líður eins og ég sé miklu meira en miðaldra. Stundum líður mér reyndar eins og ég sé mið-alda en það er önnur … Lesa meira

Línuhraðallinn heitir Eir

1.kafli

Fjörutíu og tveggja. Mamma var fjörutíu og tveggja þegar hún fæddi mig. Allt mitt líf hef ég elt þessa tölu eins og hundur í fjárleit. Í undirmeðvitundinni bærðist einhver vissa um að þegar ég sjálf yrði fjörutíu tveggja ára myndi lífið taka nýja stefnu. Það reyndist sannarlega rétt. Þó óraði mig ekki fyrir með hvaða hætti.

Daginn fyrir fjörutíu og tveggja ára afmælið mitt er mér rennt inn í segulómtæki á sjúkrahúsinu á Akureyri, gamla innilokunarkenndin sem ég hélt að ég hefði yfirstigið fyrir löngu, lætur á sér kræla. Hjúkrunarfræðingurinn býður mér heyrnartól, útvarpið er stillt á Bylgjuna en hávaðinn í tækinu yfirbugar fljótt ofurhressar útvarpsraddir og íslenska dægurtónlist. Þegar slokknar á segulómtækinu er ég færð yfir í sneiðmyndatækið, enginn segir það upphátt, en ég veit auðvitað hvað er að gerast, það er verið að leita að hugsanlegum meinvörpum í líkama mínum.

Við ristilspeglun í endaþarmi fannst æxli sem … Lesa meira

Í bleikum skugga

Bleiki mánuðurinn hefur verið harla óvenjulegur í ár, raunar hafa allir mánuðir þessa árs verið óvenjulegir af ástæðu sem er okkur öllum kunn. Í ár fellur bleiki mánuðurinn satt best að segja í skuggann af svolitlu sem maður nennir helst ekki að nefna, þó að hin reglubundna söfnun bleiku slaufunnar sé auðvitað á sínum stað, mikið er það framtak sem og fleiri safnanir fyrir krabbameinsfélögin eins og Dömulegir dekurdagar, þakkarvert. Þetta ár hefur raunar verið heltekið af sjúkdómsótta um veröld víða svo að mitt í öllu tilbreytingaleysinu tengdu ónefndri veiru kemur Bleiki mánuðurinn kannski ekkert mjög sterkur inn sem góð tilbreyting. Sjálfsagt eru fáir í miklu stuði til að ræða aðra sjúkdóma. Það er synd því að þrátt fyrir að Bleikur október sé tileinkaður boðflennunni Kröbbu þá hefur hann einmitt verið til þess fallinn að uppörva og styrkja krabbameinssjúka og ástvini þeirra og varpa ljósi á allt það jákvæða sem … Lesa meira

Sorgin fer ekki í sóttkví

Í gær hitti ég konu í miðbæ Akureyrar sem er nýlega búin að missa eiginmann sinn og lífsförunaut til fimmtíu ára. Mikið fannst mér sárt að geta ekki faðmað hana þétt að mér en við kynntumst þegar ég jarðsöng dóttur hennar fyrir fáeinum árum en höfðum ekkert hist frá því að eiginmaður hennar féll frá. Við skiptumst á hlýjum orðum í gær þar sem við stóðum undir berum himni í haustkulinu en kórónuveiruskýin byrgðu nándinni sýn. Seinna um daginn sendi hún mér skilaboð um hvað það hefði glatt hana að sjá mig svona frísklega miðað við það sem á undan væri gengið. Tveim dögum fyrr hafði önnur kona samband við mig en henni kynntist ég einmitt þegar hún missti ungan son sinn og ég kom inn í líf hennar og fjölskyldunnar sem prestur. Þessi kona var bara að skrifa mér til þess að vita hvernig heilsa mín væri.

Tvær syrgjandi … Lesa meira

Kvíði, krabbamein og kórónuveira

Þegar ég fór að hugsa um titil á þennan pistil rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Skammstöfunin væri KKK sem er sennilega ein versta skammstöfun sögunnar enda á hún sér uppruna í mikilli grimmd og mannvonsku eins og við flest vitum. Engu að síður hefur þetta ár einkennst af þremur káum í mínu lífi, Kórónuveiru, krabbameini og kvíða. Kvíðinn eða áráttu og þráhyggjuröskunin OCD hefur reyndar verið á nokkru undanhaldi á árinu 2020 sem verður sennilega seint titlað herrans ár í mannkynssögu framtíðarinnar. Og þess vegna er svo skrýtið að viðurkenna að ég hef aldrei í raun verið eins lítið kvíðin og á þessu ári, sem hlýtur að teljast mikið rannsóknarefni út af fyrir sig. Ástvinir mínir sem þekkja mig frá því að ég leit heiminn fyrst hafa haft á orði að þau hafi í rauninni aldrei séð mig í eins góðu jafnvægi og á árinu 2020. Það … Lesa meira

Nokkur sálræn bjargráð á tímum Covid 19

Ég fór allt í einu að hugsa um það í dag í kjölfar frétta um uppgang kórónuveirunnar að þótt ég væri í veikindaleyfi frá störfum mínum sem prestur er ekkert sem segir að ég geti ekki sett niður nokkur bjargráð sem ég myndi án efa gefa viðmælanda sem leitaði til mín  í kirkjuna og hefði áhyggjur af ástandinu. Í raun skiptir ekki máli hvert áhyggju, kvíða eða sorgarefnið er, sálgæsla lýtur jafnan sömu lögmálum, það er að vera til staðar án þess að dæma eða gefa tilfinningum viðmælandans einhvers konar einkunn eða umsögn. Mannlegar tilfinningar og tilfinningaleg viðbrögð eru ekki eitthvað sem telst rétt eða rangt heldur veruleiki sem við verðum að lifa við og læra af. Við getum skoðað tilfinningar, velt þeim svolítið fyrir okkur, speglað þær í reynslu annarra, jafnvel skapað úr þeim list eða þekkingu sem eflir samfélagið og þroskar.

Það eru allskonar tilfinningar í gangi núna … Lesa meira

Fávitinn

Þetta er ekki skrifað til að segja „ Sjáið sjáið! hvað ég er góð og hvað ég geri alltaf allt rétt og fallega í lífinu mínu.“ Af því að það er einfaldlega ekki þannig. Ég er oft fáviti, tala stundum illa um annað fólk, öfunda, finn til afbrýðissemi, er löt, heimsk og óheiðarleg. Ég hef sannarlega sært fólk og svikið.

Minn stóri kostur miðað við að vera fáviti er hins vegar sá að mér dettur ekki eina stund í hug að ég sé eitthvað annað en þessi umræddi fáviti og þegar öllu er á botninn hvolft hef ég fundið það út að hlutverk mitt sem fávita í lífinu sé að  hjálpa öðrum að bera kennsl á fávitann innra með sér. Mér þykir alveg vænt um fávitann mig og ég held meira að segja oft með honum, það kemur til af því að Jesús sem ég treysti best af öllum hefur … Lesa meira

Gjaldkerinn hennar mömmu

Mamma mín er 84 ára að aldri, hún er nákvæmlega helmingi eldri en ég. Mamma var sum sé 42 ára þegar hún átti mig og þótti nokkuð seint í þá daga þegar flestir höfðu lokið barneignum fyrir þrítugt. Mamma er víðlesin, athugul, húmorísk og enn býsna minnug á meðan skrokkurinn er farinn að hopa undan tímans þunga nið. Undanfarin ár hefur sjúkrahúslegum fjölgað ört. Það sem af er þessu ári hefur mamma tvisvar verið flutt fárveik á sjúkrahús með sýkingar sem herja á öldruð líffærin. Ellin getur verið erfið og ágeng og eins gott að æðruleysi fylgi oft auknum aldri. Mamma hefur nú legið á sjúkrahúsi undanfarnar tvær vikur en er öll að hjarna við. Sú staðreynd að lungnabólga og léleg súrefnismettun, hár hiti og öndunarfiðleikar hafi herjað á móður mína kemur þó ekki í veg fyrir að hún muni eftir að greiða sínar skuldir. Sem prókúruhafi hennar fól hún … Lesa meira