Skip to content

Month: August 2022

Hvað er friður?

Það er stundum sagt að ef maður hafi ekki heilsu þá hafi maður ekki neitt. Ég verð að segja að þessu er ég hjartanlega ósammála. Það er auðvitað þeim sem fyrir verður mikið áfall og sorg að missa heilsuna, ekki síst ef heilsubresturinn er varanlegur, ekki dreg ég dul á þá angist. Þó held ég og þykist vita að manneskjur geti átt mikil lífsgæði og hamingjuríkt líf þrátt fyrir allt, margir kynnast einmitt fyrst eigin styrk, þrautseigju og visku að ég tali nú ekki um djúpstæðum kærleika samferðarfólks og vinarþeli þegar þeir verða fyrir heilsutapi. Margir upplifa frið í æðruleysi sínu. Eins er svo margt sem fólk uppgötvar að það geti sinnt og hafi hæfileika til þegar annað er tekið sökum veikinda.

  Hins vegar er ég sannfærð um að það að lifa við stríð, sé nokkuð sem yfirtaki svo líf fólks að það sé mjög erfitt að njóta lífsgæða og … Lesa meira

Að prjóna sig í gegnum erfiðleika

Í aðdraganda guðsþjónustu sem helguð var hannyrðum og við nefndum prjónamessu átti ég áhugaverð samtöl við nokkra einstaklinga sem hafa sagt mér frá því hvernig hannyrðir og þá sér í lagi prjónaskapur hafa bjargað sálarheill þeirra á erfiðum tímum. Kona ein tjáði mér á dögunum að þegar hún hafi gengið í gegnum erfiðan hjónaskilnað og verið næst því frosin af angist og sorg hafi hún prjónað hverja peysuna á fætur annarri líkt og væri hún í akkorðsvinnu. Þannig sagðist hún hafa í raun sefað sjálfa sig og komist yfir erfiðasta hjallann í sínu skilnaðarferli. Sjálf fór ég ekki að prjóna fyrr en ég veiktist fyrir tveimur árum. Fram að því hafði prjónaskapur verið nokkuð sem ég var algjörlega búin að afskrifa eftir hörmulega vegferð í skóla þar sem mér tókst engan veginn að virkja áhuga eða einbeitingu til að gera nokkurn skapaðan hlut í handavinnutímum. Í raun og sanni var … Lesa meira