Skip to content

Category: Pistlar

“Hann mun lifa” – jólasaga

Yfir henni er guðdómlegur friður, andlitsdrættirnir lausir undan þjáningum undangenginna daga, hendurnar hvíla niður með síðum, þessar hendur sem hafa í raun viðhaldið lífi mínu, umvafið börnin okkar, hnoðað í brauð. Hendurnar sem spenntu greipar með börnunum okkar í bæn á hverju einasta kvöldi. Á baugfingri ber hún giftingarhringinn sem setið hefur fastur í meira en hálfa öld, eftir að börnin fæddust náði hún honum aldrei af en ég man hvar hún stóð stundum við eldhúsvaskinn og pillaði brauðdeigið af honum af mikilli nákvæmni, nuddaði hringinn sápu og þerraði með viskastykki, alltaf hlýnaði mér við þessa sjón. Ég vissi að hringurinn minnti hana á heitin okkar forðum, ég var hennar og hún mín og aldrei virtist það trufla hana að ná honum ekki af, nú fer hringurinn með henni í kistuna, partur af mér með henni inn í sjálfa eilífðina. Unglæknirinn gengur hljóðlega inn til okkar, varfærinn og hátíðlegur, það … Lesa meira

Bréf til Jesú

Kæri frelsari Jesús Kristur frá Nasaret í Galíleu.

Á þjóðhátíðardaginn fyrir tæpum fjörutíu árum var ég færð til skírnar við fjölsótta fermingarathöfn í Laufáskirkju við Eyjafjörð. Presturinn var pabbi minn og eitt fermingarbarnanna systir mín. Mér skilst að dagurinn hafi verið sólríkur og fagur, himininn heiður og blár og fermingarbörnin ábúðarfull og stillt þótt systir mín hafi reyndar vafið einhverjum brúnum tuskulörfum um flétturnar sínar tvær rétt áður en krakkaskarinn lagði af stað til kirkju, enn eru því áhöld um hvort mamma hafi fellt tár vegna hárgreiðslu fermingabarnsins eða af djúpri lotningu er skírnarbarnið var vatni ausið og fært í þitt örugga fang elsku Jesús minn. Að minnsta kosti og burtséð frá tískuslysi systur minnar tókstu þarna við mér og gafst mér hlutdeild í upprisu þinni. Fyrir það verð ég ekki bara ævinlega þakklát heldur raunar þakklátari eftir því sem árin líða.

Þú manst kannski Jesús að ég var með … Lesa meira

Af hverju að skíra börn?

Í fjölmenningarsamfélagi er eðlilegt að skírnarathöfnum fækki, samfélag okkar er litríkara en áður og ekkert nema gott um það að segja, tækifærum til heimóttarskapar fer sem betur fer fækkandi eftir því sem heimurinn opnast meir og minnkar um leið. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af afdrifum barna sem ekki eru skírð þau eru jafn elskuð og örugg og hin. Skírnin er gjöf frá Guði sem við höfum bara frjálst val um að þiggja.

Í okkar samfélagi tíðkast að ungbörn séu skírð að ósk foreldranna sem sömuleiðis ákveða hvað þau borða, hverju þau klæðast og hvenær þau fara í svefn. Í mínum huga er skírnin yfirlýsing um að barnið sé nóg í augum Guðs þar sem það hvílir við skírnarlaugina í faðmi ástvina sinna. Að hvítvoðungurinn sem engu hefur áorkað öðru en því að fæðast í heiminn sé eins merkilegur í augum Guðs og öldungurinn sem unnið hefur … Lesa meira

Bækur bjarga mannslífum

Af öllu því góða sem að mér var rétt í uppvexti mínum tel ég að bækur hafi verið með því besta. Foreldrar mínir voru óþreytandi við að finna handa mér bækur til að lesa og oft á tíðum voru það bókmenntir sem óþroskaður hugur minn þurfti nú svolítið að erfiða við að melta. Ég var kannski tíu ára þegar ég las Barn náttúrunnar eftir Halldór Laxness, hann var að vísu ekki nema sjö árum eldri þegar hann skrifaði þá sögu en pabbi gat heldur ekki beðið eftir að ég læsi um hann Bör Börsson sem hann hafði sjálfur hlýtt á í útvarpinu sem drengur ásamt stórum hluta íslenskrar æsku. Ég man að ég féll kylliflöt fyrir Bör og sat með hann í einu skúmaskoti gamla torfbæjarins heima í Laufási og bað til Guðs að engir túristar kæmu nú og trufluðu mig. Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Margues var síðan … Lesa meira

Jesús er oft svo óviðeigandi

Í dag langar mig að ræða um það hvað hann Jesús frá Nasaret er oft vandræðalega óviðeigandi. Eiginlega er hann mest óviðeigandi maður sem ég hef kynnst. Honum datt til dæmis í hug að drekka úr sömu vatnsskjólu og samversk kona, vitandi það að gyðingar og samverjar ættu aldrei undir neinum kringumstæðum að drekka úr sama íláti.

Svo var hann líka ótrúlega óviðeigandi þegar hann leyfði konunni sem var á blæðingum að snerta sig, í stað þess að ávíta hana sem óhreina konu eins og búist var við, þá sagði hann bara „ Dóttir trú þín hefur bjargað þér, far þú í friði ver heil meina þinn“ en konan hafði semsagt haft blóðlát samfleytt í tólf ár líklega vegna þess að það fannst engum viðeigandi að vera eitthvað að koma við hana og lækna.

Svo var hann líka alveg ótrúlega óviðeigandi þegar hann leyfði henni Maríu frá Betaníu að sitja … Lesa meira

Innblástur og hormónaflipp

Ég hef verið svo upptekin af orðinu innblástur undanfarna daga, ástæðuna má rekja til ráðstefnu sem ég sat um liðna helgi þar sem heimspekingur einn færði haldgóð rök fyrir því að þetta hugtak, innblástur, hefði misst gildi sitt í notkun tíðarandans. Heimspekingurinn dró meðal annars fram auglýsingu frá sænska húsgagnrisanum Ikea þar sem stóð “ Ikea innblástur fyrir heimilið?” Með réttu hefði átt að standa “hugmyndir fyrir heimilið” því innblástur er auðvitað ekki eitthvað sem maður verslar líkt og pylsu með öllu, ekki eitthvað sem maður bara sækir sér eftir þörfum. Innblástur er nefnilega svo margbrotið og merkilegt fyrirbæri sem við þurfum að tala um af einlægni og þakklæti, innblástur er ekki einhver neysluvara sem veitir skammtíma sælu eða magafylli og það sem meira er, innblástur kemur þegar honum sjálfum hentar en ekki endilega þegar við sækjumst eftir honum, innblástur er á vissan hátt sjálfstætt fyrirbæri.

Þið kæru fermingarbörn hafið … Lesa meira

Tvær spurningar

Mannleg samskipti eru það mikilvægasta í þessum heimi. Ekki bara fyrir okkur mennina heldur líka náttúruna. Það eru mannleg samskipti sem ákvarða í raun örlög manna, dýra og náttúru. Þegar ég er að tala við krakkana í fermingarfræðslunni ynni ég þau oft eftir því hverjir styrkleikar þeirra séu, sjaldnast ef nokkurn tíma nefna þau mannleg samskipti sem styrkleika eða hæfileika, í stað þess er nám, íþróttir, söngur og dans nefnt til sögunnar og jafnvel eitthvað sem lýtur að útliti eða klæðaburði. Tilgangur spurningar minnar til þeirra er auðvitað að hlusta á svörin en líka að fá tækifæri til að benda þeim á hversu mikilvægt það sé að að vera góður í mannlegum samskiptum, ég geng meira að segja svo langt að segja þeim að ef það sem þau telja helst til styrkleika helst ekki í hendur við hæfni í mannlegum samskiptum þá sé það til lítils. Ég hitti einu sinni … Lesa meira

Þrjár konur

Þrjár konur.

Á dögunum tók ég viðtal við rúmlega sextuga konu sem lýsti fyrir mér þeirri ótrúlegu reynslu að lifa af banaslys. Slysið sem um ræðir varð sumarið 2005 og með henni í bíl voru vinahjón konunnar sem hún hafði þekkt í marga áratugi og þótti afar vænt um. Um leið og hún rifjaði upp daginn örlagaríka þann 9.ágúst árið 2005 fletti ég myndaalbúmi sem geymdi minningar frá ferðalagi þeirra þriggja þar sem þau klifu fjöll og nutu fegurðar íslenskrar náttúru. Á síðustu myndinni í albúminu sátu hjónin um borð í bát og gæddu sér á íspinna, mér sýndist þetta vera ís með súkkulaðihjúp og möndlum alveg eins og ég hefði valið mér, veðrið var greinilega gott þennan dag, sólin skein, þau pírðu augun mót geislum hennar sem spegluðust í vatnsfletinum en yfir þeim var þessi eftirsóknaverði friður sem fylgir því að öðlast lífsfyllingu. Klukkustund síðar voru þau bæði látin. … Lesa meira

Hvers vegna að fermast þegar allt er á netinu?

Þetta er ekki framboðsræða fyrir fermingar en kannski er samt komið að því að við svörum spurningunni, hvers vegna að fermast árið 2017? Þetta er nefnilega síbreytileg spurning sem hefur auðvitað ekki verið svarað í eitt skipti fyrir öll enda stendur ekki til að gera það hér, en í dag lifum við á þannig tímum að fólk spyr sig um allar hefðir og venjur sem er mjög gott og þarft og nokkuð sem við eigum öll að gera. Jesús Kristur talaði hvergi um fyrirbærið fermingu á þeim tíma sem hann gekk um þessa jörð og því höfum við ekki bein fyrirmæli frá honum um athöfnina líkt og skírn og altarisgöngu sem hann hvatti okkur til að iðka. Fermingin hefur hins vegar þróast innan hinnar kristnu kirkju sem síðbúin skírnarfræðsla því ómálga ungabörn eru skírð að ósk foreldra svo kirkjan ber ábyrgð á að bjóða þeim uppfræðslu þegar þau ná vissum … Lesa meira

10 ráð til fermingarbarna

 

  1. Taktu sjálfstæða ákvörðun um að fermast, ekki gera það fyrir prestinn, ömmu og afa, mömmu og pabba eða félagana, gerðu það vegna þess að þig langar til að hafa Jesú sem þinn andlega áttavita í lífinu, það er alltaf hægt að fermast seinna ef það hentar þér ekki núna.
  2. Taktu þátt í undirbúningi fermingardagsins með foreldrum þínum og hafðu skoðanir á öllu sem þau bera undir þig, þannig sýnirðu þeim að þetta sé ekki sjálfsagt og að þú kunnir að meta framlag þeirra.
  3. Vertu á góðum og öruggum skóm við athöfnina, þegar maður er 14 ára hefur maður ekki húmor fyrir því að detta fyrir framan fulla kirkju af fólki.
  4. Farðu snemma í háttinn kvöldið fyrir stóra daginn, þegar maður er ósofinn verður maður kvíðinn og uppspenntur og allt vex manni í augum
  5. Vertu á staðnum, bæði líkamlega og andlega í athöfninni en ekki eins og þú hafir óvart
Lesa meira