Skip to content

Month: March 2016

Trúarjátning unglings

Ég var að hlýða fermingarbörnum yfir Postullegu trúarjátninguna í dag sem er satt best að segja svolítið eins og að klæða skírnarbarn í fermingarkyrtil. Unglingar þyrftu kannski að eiga sína eigin trúarjátningu, svona fyrst um sinn.
Kannski eitthvað í ætt við þetta:
Trúarjátning unglings.
Ég trúi á Guð því eftir langa skólaviku kemur helgi og þá fæ ég að sofa út og þegar ég vakna má ég borða ristað brauð með Nutella súkkulaði og horfa á enska boltann, bara af því að það er helgi og þá má gera sér dagamun.
Ég trúi á Guð því hann gaf mönnum vit til að finna upp Playstation, Snapchat og Youtube en líka íþróttir sem hafa fært mér vini og stóra sigra.
Ég trúi á Guð af því að nýi stærðfræðikennarinn minn er svo flinkur að útskýra almenn brot að ég kvíði ekki lengur vorprófunum.
Ég trúi á Guð því þótt mamma og … Lesa meira