Skip to content

Month: October 2017

Bækur bjarga mannslífum

Af öllu því góða sem að mér var rétt í uppvexti mínum tel ég að bækur hafi verið með því besta. Foreldrar mínir voru óþreytandi við að finna handa mér bækur til að lesa og oft á tíðum voru það bókmenntir sem óþroskaður hugur minn þurfti nú svolítið að erfiða við að melta. Ég var kannski tíu ára þegar ég las Barn náttúrunnar eftir Halldór Laxness, hann var að vísu ekki nema sjö árum eldri þegar hann skrifaði þá sögu en pabbi gat heldur ekki beðið eftir að ég læsi um hann Bör Börsson sem hann hafði sjálfur hlýtt á í útvarpinu sem drengur ásamt stórum hluta íslenskrar æsku. Ég man að ég féll kylliflöt fyrir Bör og sat með hann í einu skúmaskoti gamla torfbæjarins heima í Laufási og bað til Guðs að engir túristar kæmu nú og trufluðu mig. Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Margues var síðan … Lesa meira