Skip to content

Month: February 2024

Eldgos kærleikans

Eins og ástin er andstæða haturs er friður andstæða óttans. Á dögunum hitti ég konu sem sagði mér að hún væri nýbúin að fá þær góðu fréttir að krabbamein sem hún hefur barist við undanfarna mánuði sé farið. Eftir að henni bárust þessar fréttir svaf hún meira og minna í heila viku. Hún var ekki lengur skelfingu lostin, taugakerfið slakaði loks á og friður færðist yfir hana. Ég tengdi vissulega við lífsreynslu hennar hafandi fengist við sama sjúkdóm og þekki einmitt þennan  himneska frið blandinn óumræðanlegu þakklæti þegar góðar fréttir berast. Þetta er lognið á eftir storminum, það er sko allt annað logn en það sem hefur varað í langan tíma. Ég gleymi því ekki þegar ég var að fá góðar fréttir fyrst eftir mín veikindi hvernig slökunin og friðurinn sem færðist yfir mig kveikti á stórflóði ástarjátninga til barnanna minna og hvernig ég fylltist yfirþyrmandil löngun til að kafffæra … Lesa meira

Ef ég nenni

Að vera amma er góð skemmtun. Þetta er hlutverk sem mér hlotnaðist óvænt á unga aldri ef svo má segja. Í dag ég meira að segja tvö barnabörn, stúlku sem verður fimm ára á árinu og dreng sem verður þriggja. En það er ekki bara undur gaman að var amma það er líka gefandi og svo fylgir því mikil ábyrgð eins og öllum gjöfum Guðs. Já öllum guðsgjöfum fylgir mikil ábyrgð, meira að segja lífstíðarábyrgð, þær eru ekki eins og mjólkin sem rennur út og er því best fyrir ákveðinn tíma. Margir tala um að ömmu og afahlutverkið sé einmitt svo skemmtilegt vegna þess að þá beri maður ekki jafn mikla ábyrgð eins og í uppeldi eigin barna. Allt má heima hjá ömmu og afa. Súkkulaði og ís í morgunmat og alls konar önnur mótmæli gegn markmiðum manneldiráðs.

Það er svo sem mikið til í því að á heimili ömmu … Lesa meira