Skip to content

Month: February 2022

Ótti er andskoti

Jesús talar mjög oft um óttann í guðspjöllunum og hvetur fólk til að láta hann ekki ráða för. Allt frá því að engillinn á Betlemhemsvöllum sagði fjárhirðunum að óttast ekki þegar hann birtist þeim í öllu sínu veldi og boðaði fæðingu frelsarans í fjárhúskofa lagði Jesús aftur og aftur áherslu á að við létum ekki óttann ráða för í lífi okkar. Oftar en ekki er það í aðstæðum þar sem viðstaddir upplifa eitthvað áður óþekkt, eitthvað sem hróflar við hugmyndum þeirra um framgang lífsins, samanber guðspjallið sem ég var lesið hér áðan, ummyndunina á fjallinu, atburður sem án efa hefði gert okkur mörg hver skelkuð og hvað segir Jesús þar þegar lærisveinarnir falla fram og hnipra sig saman dauðskelkaðir? Jú hann segir „Rísið upp og óttist ekki“. Breytingar er nokkuð sem gerir okkur mörg hver óttaslegin, hvort heldur sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar enda tölum við oft um að … Lesa meira