Skip to content

Month: August 2014

Trúarjátning í nútímanum

Ég trúi á Guð af því að ég hef séð norðurljós, regnboga, rauðan himinn og fullt tungl en líka af því að ég sé sólina rísa á hverjum degi. Ég trúi á Guð af því að ég hef fundið fóstur stækka og séð börn fæðast. Ég trúi á Guð af því að ég hef séð fólk visna og deyja en fundið það lifa í sál minni. Ég trúi á Guð af því að mér hefur verið fyrirgefið og ég sjálf fundið mátt til að fyrirgefa öðrum. Ég trúi á Guð af því að réttlætið finnur sér alltaf farveg í veröldinni.

Ég trúi á Jesú Krist sem gerði konur að lærisveinum sínum og var fyrstur til að draga verk þeirra fram í dagsljósið. Ég trúi á Jesú Krist sem afhjúpaði heimsku fordómanna og illsku aðgreiningar og hafnaði valdinu sem sundrar og selur sál sína. Ég trúi á Jesú Krist því orð … Lesa meira

Á kirkjan að skammast sín?

Aldrei hefði mig grunað þegar ég lauk guðfræðiprófi fyrir um áratug síðan með kandidatsritgerð um samskipti Jesú við samversku konuna sem hann leysti úr ánauð fordóma og kynjamisrétti, að þegar ég færi út í starf sem prestur ætti mér stundum eftir að líða eins og ég ynni í klámiðnaðinum.

Ég var innblásin af nýrri guðfræði sem dr.Jón Ma Ásgeirsson og dr.Arnfríður Guðmundsdóttir ofl kennarar við deildina höfðu kynnt okkur nemendur fyrir. Jón heitinn sneri við öllum steinum í fjörunni og stillti okkur  upp við vegg, spurði hvernig við ætluðum að boða upprisu í samfélaginu þannig að upplýstur nútímamaðurinn gæti fundið þar merkingu, kinnroðalaust. Hjá Jóni fór ég fyrst að sjá upprisuna í margbreytilegu ljósi, ekki bara sem von um að lífið hefði ríkan tilgang þrátt fyrir þjáningar og dauða, heldur fór ég líka að sjá þennan undarlega atburð sem von um að baráttu fyrir félagslegu réttlæti væri alltaf þess virði … Lesa meira

Hjónabandsráð mömmu

Mamma mín sem er komin nálægt áttræðu hefur alltaf haldið tvennu fram um hjónabandið. Annars vegar því sem hún hamraði á við mig þegar ég var yngri að ég skyldi ekki ná mér í maka fyrr en ég væri fyrsta lagi orðin 25 ára, því til rökstuðnings benti hún á sitt eigið hjónaband en foreldrar mínir voru komnir af léttasta skeiði miðað við þeirra tíðaranda þegar þau giftu sig, þau voru s.s. 26 ára. Mamma sagði alltaf og ég veit að hún meinti það vel að hún hefði sjálfsagt aldrei haft smekk fyrir honum pabba mínum þegar hún var t.d. 18 ára, „Hildur mín hann var náttúrlega lágvaxinn og feitlaginn en með alveg gríðarlegan sjarma, en maður þarf að vera búin að taka út svolítinn þroska til að koma auga á slíkt.“ Mér fannst pínu eins og hún væri að segja mér að ég skyldi bíða sjálf þangað til ég … Lesa meira