Skip to content

Month: August 2023

Vertu skáld!

Sá einn er skáld sem skilur fuglamál

og skærast hljómar það í barnsins sál.

Hann saurgar aldrei söngsins helgu vé.

Hann syngur líf í smiðjumó og tré

 

Sá einn er skáld sem skilur það og fann

að skaparinn á leikföng eins og hann

og safnar þeim í gamalt gullaskrín

og gleður með þeim litlu börnin sín

 

Sá einn er skáld sem þögull getur þráð

og þakkað guði augnabliksins náð.

 

Þannig yrkir Davíð Stefánsson í öðrum hluta kvæðisins um fuglana. Hér er skáldið trúmanneskja og trúmanneskjan skáld. Að iðka trú er að yrkja. Að yrkja jörðina, rækta jörðina. Að yrkja fólk í merkingunni að rækta fólk. Að yrkja ljóð í merkingunni að rækta tunguna, rækta reynsluheim manneskjunnar.

„Sá einn er skáld sem skilur fuglamál og skærasta hljómar það í barnsins sál.“ Já það er rétt, fuglamálið hljómar skærast í barnsins sál. Það kallast á við fjallræðu Jesú þar … Lesa meira