Skip to content

Month: November 2023

Að halda jól en ekki andliti

Jólin nálgast og við prestar þekkjum vel samtöl við syrgjendur í aðdraganda þeirra. Jólin eru eins og fyrsta varðan á ferð um hálendi sorgarinnar. Hálendið er fagurt en stundum einmanalegt og yfirþyrmandi eins og sorgin. Vörðurnar fá okkur til að staldra við og það er gott og nauðsynlegt en líka fjári erfitt. Þegar við göngum í gegnum áföll, ástvinamissi og sorg reynir á allt sem við höfum grundvallað líf okkar á frá fyrstu tíð. Lífsafstaða sem hefur mótast í uppvexti hefur þar mikið að segja. Við ástvinamissi er ekkert til sem getur tekið burt hið sára en lífsafstaða og lærð og reynd bjargráð geta hins vegar haft mikið um það að segja hvernig við förum í gegnum sársaukann. Manneskja sem hefur fram að missi haft jákvæða og vonarríka lífsafstöðu og fundið sig geta treyst á samfélagið í kringum sig er líkleg til að vinna vel úr sorginni þótt sorg hennar … Lesa meira

“Er samfélagsrýnir um borð?”

Það er einhvern veginn ómögulegt að festa hugann við nokkuð annað en ástandið þessa dagana annars vegar í Grindavík og hins vegar á Gaza. Fyrir viku síðan flaug ég heim frá Tenerife, hinu nýja fyrirheitna landi vesturlandabúa. Á meðan ég dvaldi á eyjunni barðist ég við blendnar tilfinningar. Mér fannst ég vera óttalegur veifiskati og örlaga plebbi að vera að flatmaga þarna í sólinni eins og ekkert væri sjálfsagðara á meðan börnum og öðrum saklausum borgurum væri tortímt á Vesturbakkanum en á hinn bóginn barðist ég líka við löngunina að njóta, því ég var þreytt og þráði góða hvíld. Ég velti fyrir mér að friða samviskuna með því að henda í „gáfulegan“ Facebook status um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, greina nú í eitt skipti fyrir öll kjarnann frá hisminu og vísa í sögulegar heimildir sem ég hef þó ekkert lesið í neinum doðröntum heldur mest megnis á netinu eins og … Lesa meira