Skip to content

Month: January 2015

Óður til Kára

Hundurinn minn hann Kári á afmæli í dag með því fagnar hann þremur árum af fullkomlega meðvirku lífi og tilfinningalegu ósjálfstæði en það er allt í lagi vegna þess að hann er hundur. Kári er af tegundinni Golden Retriever, tígulegur að vexti með ljósan makka og brún augu sem tjá hreina sál. Kári teppaleggur stofuna mína daglega upp á nýtt en ég fyrirgef honum það af því að hann er hæglátur og geltir nánast aldrei, mér leiðast hundar sem gelta mikið, þeir hljóta að vera með skert skammtímaminni, þeir virðast gleyma jafnóðum skömmum eigenda sinna og hræðsluglampanum í augum vegfarenda. Kári vekur jafnan jákvæð viðbrögð meða gesta og gangandi, það er bókstaflega ekkert ógnandi við hann. Kári er enginn varðhundur, ef hann væri blaðamaður myndi hann eingöngu skrifa fréttir af ástarmálum fræga fólksins og tilkynningar um áramótabrennur og týnd gæludýr. Ég hef stundum spurt manninn minn hvort hann haldi að … Lesa meira

Trúþrýstingsmælirinn

Mér finnst alltaf svolítið erfitt að svara spurningunni „ertu mjög trúuð?“ Þetta er eiginlega svona klemmuspurning, ef ég svara henni játandi má ætla að ég líti á sjálfa mig sem mjög GÓÐA manneskju og það er eiginlega bara vont  en ef ég  svara henni neitandi þá gæti einhver efast um heilindi mín í preststarfinu að ég sé kannski bara að þiggja opinber laun á fölskum forsendum. Mér finnst betra að svara spurningunni „trúirðu á Jesú Krist?“ Þá er ég nefnilega ekki lengur miðpunktur trúarinnar heldur Jesús sem ég dáist að og er mín helsta fyrirmynd í lífinu. Það hversu mikla trúmanneskju ég tel mig vera skiptir heldur engu máli a.m.k ekki fyrir mannkynið en það er einmitt það sem trúin á að gera, skipta máli fyrir mannkynið. Enn sem komið er hefur ekki verið fundinn upp trúþrýstingsmælir sem nemur andagiftina en miðað við t.d. Bumbubanann þá er þetta ekki svo … Lesa meira

Ósýnilega fólkið

Nú ætla ég að segja mínar skólasögur gall í örverpinu við matborðið svo fjölskyldan snarþagnaði. Ég var orðin þreytt á því að fá ekki orðið og geta ekki sagt krassandi sögur úr skólastarfinu líkt og eldri systkini mín. Þá fannst mér ekki öllu skipta sú blákalda staðreynd að ég væri bara fimm ára og hreint ekkert byrjuð í skóla. Hófst nú æsileg frásögn af honum Malla sem var óþreytandi stríðnispúki og bókstaflega hélt öllum nemendum í heljargreipum og af Nonna skólastjóra sem dró Malla greyið á eyrnasnepplunum inn á skrifstofu, las honum pistilinn og gaf honum einungis tvo valkosti, annað hvort að haga sér eða hypja sig heim. Malli blessaður ákvað að haga sér en Guð má vita hvað það entist lengi. Að frásögn lokinni tók ég vænan bita af soðningunni og horfði hróðug yfir systkinahópinn og foreldra mína enda fannst mér ég loks vera orðinn fullgildur meðlimur þessa borðsamfélags. … Lesa meira

Frelsi ástarinnar

“Frelsi er ekki að vera laus við skuldbindingar, frelsi er hæfileikinn til að velja það sem er okkur fyrir bestu og skuldbindast því ( Paulo Coelho).”

Mikið vildi ég óska að ég hefði samið þessa setningu því betri skilgreiningu á frelsi hef ég varla heyrt nema þá sem lesa má í bók bókanna um að sannleikurinn geri okkur frjáls. En þessi upphafssetningu hér á metsöluhöfundurinn Paulo Coelho og hún er mikill sannleikur.

Í okkar tíðaranda er frelsi gjarnan ranglega skilgreint, það þykir til dæmis vera ákveðin frelsissvipting að ganga í hjónaband.

Steggja og gæsapartý bera þeim hugmyndum oft vitni, þegar tilvonandi brúður eða brúðgumi eru meðhöndluð eins og það sé einmitt enginn morgundagur og við lok slíkra viðburða vona jafnvel sumir að það sé raunin, að það sé enginn morgundagur, en það er annað mál.

Nei, fyrir það fyrsta er frelsi og hjónaband ekki andstæður nema fólk velji að líta … Lesa meira

Að endurfæðast úr netheimum

Ég varð fyrir mjög merkilegri uppgötvun á dögunum, já það má nánast kalla það vitrun. Vitrun er orðið af því að það er það sem fólk verður fyrir í klaustrum, á eyðieyjum og jafnvel í fangelsum. Ég er stödd á Hólum í Hjaltadal í nokkurra daga leyfi við að skrifa bók. Ekki misskilja mig, það er ekkert fangelsi að vera hér, Hólar er yndislegur staður þar sem hin magnaða kirkjusaga drýpur af hverju strái, að vísu er nú jörð þakin snjó þannig að réttara væri að segja að sagan bergmálaði milli fjalla því þau er hér hvernig sem viðrar, jafnt vetur sem sumar. Hólabyrðan er svona eins og ættmóðirin í dalnum enda má segja að dómkirkjan hafi fæðst af henni, byggingarefni kirkjunnar er rauður sandsteinn sóttur úr Byrðunni.

Nema hvað, hér fæ ég að dvelja í dásamlegri íbúð á vegum Guðbrandsstofnunar. Íbúðin er hrein og fín með öllu því nauðsynlegasta … Lesa meira