Skip to content

Month: July 2013

Brad Pitt og hjónabandið

Snerting er máttug tjáning. Enn man ég stundirnar með pabba mínum inn á Landakotsspítala þegar lögheimili hans hafði verið endanlega flutt yfir í Grænaland gleymskunnar. Enn man ég þær stundir og samt voru samtölin fá og þögnin svo sterk, en ég man snertinguna þegar ég lagði hönd mína í lófa hans, strauk skeggvaxinn vangann og kyssti hann á kinn. Og það sem ég man við þessa snertingu er að þá þekktumst við aftur um stund. Í þau fáu skipti sem ég heyrði hann nefna nafnið mitt og það barst eins og bergmál frá fjöllum í kring eða eins og eina orðið sem er hrópað í mannlausri borg, þá var það þegar við snertumst. Orð eru máttug, hlý, beitt, falleg, ljót, lygin, sönn og vitur en þau segja samt ekkert í líkingu við snertingu og snerting lýgur aldrei hún er bara það sem hún er. Þess vegna er hún máttugri en … Lesa meira