Skip to content

Month: February 2019

Að hlýða yfir tilfinningar

Flestir foreldrar geta verið sammála um það að tíminn þar sem börnin ung og ómálga veikjast sé mjög erfiður og kvíðavekjandi. Það er svo vont að horfa upp á vanlíðan ungbarns og vita ekki hvað amar að, það er á þeim stundum sem maður væri tilbúinn án umhugsunar að skipta við barnið og taka á sig þjáningar þess. Ég minnist þess einmitt sem móðir hvað mér var létt þegar drengirnir mínir voru komnir á þann aldur að geta tjáð sig og ég þurfti ekki lengur að mála skrattann á vegginn í hvert skipti sem þeir fengu smá hitavellu og skældu af vanlíðan.

Í síðasta fermingartíma í kirkjunni gerði ég dálitla könnun þar sem um var að ræða hóp fjörutíu unglinga. Ég bað þau sem ættu auðvelt með að spjalla um íþróttir að rétta upp hönd og er skemmst frá því að segja að næstum allur hópurinn rétti upp hönd. Næst … Lesa meira

Guð býr í seiglunni

Fáar lýsingar á trúartrausti hafa haft jafn mikil áhrif á mig og sú sem ég upplifði á dögunum í samtali við uppkomin börn manns sem mér var falið að jarða.

Eitt barna hans fékk að gjöf í æsku bókina Bróðir minn Ljónshjarta sem pabbinn vildi þá endilega fá að lesa og það var einmitt svo lýsandi fyrir hann að staðnæmast við lokasetningu bókarinnar þar sem Snúður kallar á bróður sinn Ljónshjarta og segir „ Já Jónatan ég sé ljósið, ég sé ljósið“ því án þess að hafa um það mörg orð sáði hann trúarvissu í hjarta barnsins með því að vera sjálfur upptekin af einmitt þessari setningu, sem í einfaldleika sínum lýsir svo mikilli von.

Börnin lýstu því svo að faðir þeirra hefði átt  náttúrulega og áreynslulausa trú. Hann var ljóðelskur og oftar en ekki skynjuðu börnin trúarsannfæringu föðurins í gegnum ljóðin og textana sem hann unni og kunni vegna … Lesa meira