Skip to content

Month: April 2018

Það sem ég lærði fyrir fertugt

  1. Þótt lífið sé stutt er ekki ástæða til að lifa eins og hver dagur sé hinn síðasti þá verður nefnilega næsti dagur býsna erfiður.
  2. Hættulegasta fólkið er fólkið sem heldur að það geti ekki gert neitt slæmt. Öll erum við fær um að beita ofbeldi og særa, við höfum bara val um hvort við ræktum frekar hið góða eða hið vonda.
  3. Það er fullkomlega eðlilegt að hrífast af öðrum en maka sínum, það er ekki sjéns að einhver sem á annað borð er eða hefur verið í hjónabandi hafi aldrei hrifist af öðru fólki eða látið sig dreyma um annað líf. Tilfinningar eru gangverkið í manneskjunni sem þarf bara reglulega að stilla.
  4. Ef þú notar vín til að vinna á streitu, deyfa sársauka eða flýja sjálfan þig þá ertu mjög líklega alkóhólisti.
  5. Dauðinn er ekki það versta í lífinu. Það versta er að lifa í dauða og vera í engum
Lesa meira

Ljósmæður í lífi og dauða

Í kveðjuræðu sinni í Jóhannesarguðspjalli veitir Jesús lærisveinum sínum virka sálgæslu vegna eigin aðsteðjandi dauða. „Hryggð ykkar mun snúast í fögnuð“ segir hann og síðan útskýrir hann sorgarferlið með myndlíkingu barnsfæðingarinnar, mynd sem margar mæður þekkja „ þegar kona fæðir, segir Jesús, er hún í nauð því stund hennar er komin en þegar hún hefur alið barnið minnist hún ekki framar þrauta sinn af fögnuði yfir því að maður er í heiminn borinn. Ég nota þessa myndlíkingu oft þegar ég mæti syrgjendum, það er að segja til að útskýra sorgarferlið og undirstrika hversu eðlilegt og náttúrulegt ferli það er, já rétt eins og fæðing barns. Að vísu er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að eitthvað fari úrskeiðis við barnsfæðingu eins og í sorgarferlinu, stundum endar fæðing í bráðakeisara og sorg í djúpu þunglyndi eða fíkn en oftast nær gengur bæði sorgin og fæðingin eðlilega fyrir sig þótt mikið mæði á … Lesa meira

Er lífsafstaða þín skaðleg?

Skaðlegasta lífsafstaða sem hægt er að tileinka sér er að vera fórnarlamb. Og taktu eftir þegar ég segi, að tileinka sér. Við tölum réttilega um fórnarlömb ofbeldis, náttúruhamfara og stríðsógna til að undirstrika hversu miklar þjáningar þau hafa upplifað. Þannig er orðið fórnarlamb mjög gagnlegt og gagnsætt orð. Þegar við tölum um fórnarlömb utanaðkomandi ógna erum við að vísa til saklausra einstaklinga sem eiga sér einskis ills von en eru allt í einu lentir í skelfilegum aðstæðum og þjáningum sem okkur hryllir við að fólk líði. Að þessu leyti er hugtakið fórnarlamb eðlilegt og réttmætt hugtak. Þó er alls ekki samasemmerki milli þess að vera annars vegar raunverulegt fórnarlamb aðstæðna og hins vegar að upplifa sig vera fórnarlamb lífsins. Vart hef ég tölu á þeim manneskjum sem ég hef þjónað í preststarfinu, fórnarlömbum skelfilegra aðstæðna sem samt sem áður upplifa sig ekki í því hlutverki, þrátt fyrir sorgir sínar og … Lesa meira