Skip to content

Month: October 2012

Að vera plebbi

Ég var stödd í stórum kvennahópi um daginn þar sem við vorum beðnar um að segja frá því hvernig við ræktuðum líkama okkar og sál hversu mikinn áhuga við  hefðum á fatatísku og fatakaupum. Þarna sat ég opinmynnt yfir uppgötvunum mínum á spendýri sem ég vissi ekki að hefði fest rætur hér á landi en það er hið svokallaða nægjusama dýr sem tilheyrir hópi kvendýra sem segjast ekki hafa gaman af að fara í búðir og kaupa sér föt. Þær voru að vísu ekki margar þarna í hópnum enda eflaust erfitt fyrir svo nýja tegund að festa rætur á landi þar sem enn tekst að láta fólk halda að það þurfi sérstaka tegund af plastdöllum undir matarafganga eða skúringamoppur sem kosta jafn mikið og íslenski þjóðbúningurinn enda gerðar úr einstökum örtrefjum sem hafa verið þróaðar hjá Nasa samhliða fyrstu bílunum sem geta ekið um Mars. Þið haldið eflaust að ég … Lesa meira