Skip to content

Month: November 2016

Bónusbömmerinn

 

Það kann að vera að eitthvert ykkar hafi einhvern tíma veitt mér athygli þar sem ég hef setið út í kyrrstæðum bíl framan við Bónus í Naustahverfi eins og óþekkur krakki sem fær ekki að koma með í búðina, svolítið skömmustuleg á svip. Ég vona þó að eiginmaðurinn sé ekki að fá baneitrað augnaráð frá samferðafólki mínu sem heldur að nú sé hann með frúna í harkalegri atferlismótun til að venja hana af stjórnlausum frekjuköstum yfir að fá ekki að kaupa Oreo kex og snakk í hverri búðarferð. Nei sannleikurinn er sá að stundum er ég búin að umgangast svo margt fólk yfir daginn að ég get ekki meir, kemst hreinlega ekki inn í búðina og sit því með skömmustulegan svip út í bíl og hlusta á útvarpið meðan eiginmaðurinn kaupir í matinn. En bíddu samt hæg/ur ekki að fara að vorkenna mér, þetta er algjört sjálfskaparvíti og hefur … Lesa meira