Skip to content

Month: October 2015

Ferðamannaiðnaður eða þjónusta

Ég er alin upp með ferðamönnum og þess vegna þykir mér mjög vænt um þá. Ég sleit barnsskónum í Laufási við Eyjafjörð. Margir merkir klerkar hafa setið þann stað enda verið þar kirkja frá fyrstu kristni, sennilega er Björn Halldórsson þeirra þekktastur en hann þjónaði í Laufási á 19.öld og orti marga fallega sálma þar á meðal jólasálminn hugljúfa „Sjá himins opnast hlið.“ Kirkjan í Laufási var byggð árið 1865 og einnig er þar torfbær sem var byggður upp í tíð séra Björns á árunum 1866 – 1870, bærinn stendur enn í sinni upprunalegu mynd Foreldrar mínir sátu staðinn í 25 ár, pabbi var prestur og mamma svona „aðstoðarprestur“ í sjálfboðastarfi því hún helgaði líf sitt starfi kirkjunnar og hélt stórt og gestkvæmt heimili, annars er hún menntaður hárgreiðslumeistari svo því sé til haga haldið. Ég er yngst sex systkina, á sumrin sýndum við ferðamönnum gamla bæinn . Yngra systkini … Lesa meira

Það er flókið að vera manneskja

Það er flókið að vera manneskja,
ekki sambærilegt því að reikna stærðfræði
eða semja dróttkvæði
stjórna seðlabanka
og mynda fullkomna ríkisstjórn.
Það er alls ekki eins og að
syngja íslenska þjóðsönginn
án þess að lenda í andnauð
eða steikja kleinur sem hvorki eru of dökkar né ljósar.
Greiða úr flæktri jólaseríu
og skera andlit forsætisráðherra út í laufabrauð.
Þetta er flóknara en að læra trúarjátninguna fyrir fermingu
og velja nýjan forseta,
vera töff kirkja
og kynþokkafullur prestur
í fullum skrúða.
Vinna bæði með upprisuna
og dauðann.
Nei það er flókið að vera manneskja
á þann hátt sem enginn skilur, nema hafa reynt
og þess vegna skulum við halda áfram að tala um hvað það merkir að vera manneskja,
þar til allur heimurinn er með
og engum líður lengur eins og hann sé einn ( HEB)… Lesa meira

Vídeóleigur

Heimur batnandi fer,samt hellist stundum yfir mig gegndarlaus fortíðarþrá sem bítur í barnslega hjartað. Ég er allt í einu komin með vídeóleigur á heilann,sakna þeirra eitthvað svo mikið. Nú hugsa ég bara um lyktina af blandi í poka og unglingahormónum sem léði þessum fornu menningarhúsum svo viðkunnanlegan blæ. Þá sá maður líka oft hverjir voru að byrja saman, ástfangin pör að leigja sér mynd og í dópamínrússinu samþykktu hörðustu naglar kannski að taka The Bridges of Madison county eða jafnvel Pretty woman þótt þeir hefðu frekar brutt lýsisperlur en að horfa á þetta meðan þeir voru einhleypir. Þarna sá maður líka alvöru kvikmyndanyrði sem vissu í alvörunni hverjir hönnuðu hljóðeffekta í myndunum sem þeir voru að leigja, þetta voru svona týpur með yfirnáttúrulegan orðaforða í ensku og drukku kók í morgunmat. Svo voru það miðaldra hjónin sem leigðu sér franska mynd um önnur miðaldra hjón í tilvistarkreppu, þetta voru svona … Lesa meira

Takk

Á netinu las ég erlenda grein sem fjallar um hvernig iðkun þakklætis hefur áhrif á framleiðslu taugaboðefna sem stjórna andlegri líðan. Í greininni kemur m.a. fram að viðleitnin ein og sèr til að finna eitthvað þakkarvert í lífi sínu verður til að hækka í serótónín og dópamín lóni heilans. Skortur á þessum boðefnum eru talin valda andlegri vanlíðan og hafa áhrif á sjálfsmynd okkar og sýn á samferðarfólkið. Þess vegna skiptir máli að framleiðslan sé í jafnvægi. Í greininni kemur fram að iðkun þakklætis hafi taugalífeðlisfræðileg áhrif á heilastarfsemi okkar. Þetta á sér auðvitað samhljóm við þá staðreynd að þegar við verðum t.d. ástfangin þá eykst dópamínframleiðsla heilans, þá líður okkur eins og við svífum á draumbleiku skýi. Þegar makinn verður svo að sjálfgefnum hlut lækkar í dópamínlóninu og við förum að sjá ýmsa galla í fari okkar heittelskaða sem skiptu engu máli meðan við við kúrðum okkur ofan í … Lesa meira