Skip to content

Month: March 2017

10 ráð til fermingarbarna

 

  1. Taktu sjálfstæða ákvörðun um að fermast, ekki gera það fyrir prestinn, ömmu og afa, mömmu og pabba eða félagana, gerðu það vegna þess að þig langar til að hafa Jesú sem þinn andlega áttavita í lífinu, það er alltaf hægt að fermast seinna ef það hentar þér ekki núna.
  2. Taktu þátt í undirbúningi fermingardagsins með foreldrum þínum og hafðu skoðanir á öllu sem þau bera undir þig, þannig sýnirðu þeim að þetta sé ekki sjálfsagt og að þú kunnir að meta framlag þeirra.
  3. Vertu á góðum og öruggum skóm við athöfnina, þegar maður er 14 ára hefur maður ekki húmor fyrir því að detta fyrir framan fulla kirkju af fólki.
  4. Farðu snemma í háttinn kvöldið fyrir stóra daginn, þegar maður er ósofinn verður maður kvíðinn og uppspenntur og allt vex manni í augum
  5. Vertu á staðnum, bæði líkamlega og andlega í athöfninni en ekki eins og þú hafir óvart
Lesa meira

Elsku unglingur

Ég hef stundum sagt við fermingarkrakkana að ég muni vel hvernig það var að vera unglingur, um leið hef ég mætt fremur tómlegu augnaráði frá þeim því auðvitað sjá þau bara torfkofa og skinnhandrit fyrir sér þegar ég nefni mín sokkabandsár. Og það má kannski til sanns vegar færa því sennilega er meiri munur á unglingsárum mínum og þeirra en allra þeirra kynslóða sem á undan hafa gengið. Það sem skilur á milli minnar kynslóðar og þeirra  eru auðvitað snjallsímarnir og samfélagsmiðlarnir og áreitið sem þeim fylgir en líka möguleikarnir, gleymum þeim ekki. Sumir fagaðilar vilja meina að þessi tækni hafi ýtt undir kvíða og þunglyndi meðal unglinga og ég ætla hvorki að rengja það né undirstrika hér enda erum við í raun enn á byrjunarreit í notkun þessarar tækni og ekki útséð með afleiðingar hennar. Eina sem mér dettur í hug er að tilkoma samfélagsmiðlana sé svolítið eins og … Lesa meira