Skip to content

Month: September 2022

Við þingsetningu

Mig langar kannski ekki að tala um þetta hér við ykkur spariklædd og spennt fyrir þingvetrinum en ég ætla samt að gera það, vegna þess að ég held að það sé gagnlegt og kirkjan á umfram allt að tala um gagnlega hluti. Kirkjan á að hugga, uppörva, leiða og blessa og tala um gagnlega hluti, líka þegar hana langar frekar að tala um eitthvað létt og skemmtilegt.

Þess vegna ætla ég að tala um dauðaótta hér í dag. En af því að ég kann illa við að prédika yfir öðru fólki án þess að taka sjálfa mig í gegn um leið þá ætla ég að byrja á því að segja ykkur að ég er ekki undanskilin þeim ógagnlega veruleika sem er efniviður þessarar prédikunar. Mig langar þess vegna að segja ykkur frá einni birtingarmynd óttans sem hefur verið mér dulin, þar til nýlega. Þannig er að eftir krabbameinsveikindi eins og … Lesa meira