Skip to content

Month: August 2019

Enginn fæðist æðrulaus né þroskaður

„ Hver er sinnar gæfu smiður?“ Var yfirskrift greinar sem ég skrifaði átján ára gömul í skólablað Menntaskólans á Akureyri. Greinin fjallaði um forvarnarþing gegn vímuefnaneyslu ungmenna sem ég sótti á vegum skólans og var svo fengin   til að skrifa um í Muninn nemendablað MA. Frómt frá sagt glottu vinir mínir út í annað þegar drottningin af Góða dátanum, Malibúprinsessa Sjallans, bjórynjan af Kaffi Karólínu sendi frá sér þessa grein eins og hún hefði löngum starfað með Steina löggu í áfengiseftirlitinu og fundið upp foreldraröltið í kjölfarið og látið loka Dynheimum vegna óspekta. Sko manneskjan sem vissi ekki fyrr en á fjórða ári í framhaldsskóla að dreifbýlisstyrkurinn væri ætlaður til að standa straum af hlutum eins og mat og skólabókum en ekki sem hlutafé í áfengis og tóbaksverslun ríksisins. Það er hins vegar allt önnur og skemmtilegri saga, sem verður sögð síðar.

Hitt man ég að á tímum engra snjallsíma … Lesa meira