Skip to content

Month: December 2023

Náð

Náð er svo fagurt orð. Finnurðu hvað það er mjúkt og hlýtt og huggunarríkt. Móðir mín rifjar reglulega upp þá minningu er hún stóð við eldhúsgluggann á fögrum sumardegi heima í Laufási og ég var fimm ára og lá flötum beinum á grasinu framan við húsið og horfði upp í himininn án þess að bæra á mér. Hún hljóp út að gá að mér, hálf skelkuð og spurði um leið forviða á hvað ég væri eiginlega að horfa, ég sagðist vera að bíða eftir Jesú Kristi er hann myndi brjótast fram úr skýjunum. Ég man þetta svo vel vegna þess að ég stundaði þetta reglulega, á hlýjum sumardögum æsku minnar, að leggjast í grasið, horfa upp í himinninn og hverfa inn í skýin. Þegar ég hugsa um orðið náð fer ég til baka til þessara stunda, umvafin mjúkum skýjum náðar Guðs og umhyggju mömmu. Náðin er mjúk eins og skýjabólstrar … Lesa meira

Þegar barnið hughreystir þig

Á liðinni aðventu nutum við starfsfólk Akureyrarkirkju þeirra forréttinda að taka á móti fyrstu bekkingum grunnskóla bæjarins og leiða þau inn í jólaguðspjallið með þátttöku barnanna sjálfra. Prestar kirkjunnar, organisti og æskulýðsfulltrúi tóku að sér nokkur hlutverk, meðal annars sögumanns, Ágústusar keisara, Gabríels engils og gistihúsaeigandans en börnin sjálf léku engla, hirða, vitringa og Maríu og Jósep. Farin var ferð neðan úr kapellu og lengst upp á kórloft sem breytt var í himnaríki þar sem Gabríel erkiengill tók á móti okkur með undurfögrum söng. Í anddyri kirkjunnar sátu síðan fátæku fjárhirðarnir við eld úr kertalukt æskulýðsfulltrúans. Það lúrði líka leikfangaúlfur í horni eins og táknmynd fyrir Heródes konung, sumum fannst hann helst til of raunverulegur, það finnst okkur líka um öll stríðandi öfl í heiminum í dag. Gistihúsaeigandinn kom fram úr prédikunarstólnum og neitaði unga parinu frá Nasaret um gistingu en bauð fjárhús sín sem sárabót. Fjárhúsin voru inn við

Lesa meira