Skip to content

Category: Ljóð

Vögguvísa Maríu

Sólin hneig til viðar hægt og hljótt
í Betlehem bauð dagur góða nótt
vindur úti grætur
kveður angurljóð
af himni berast hirðum boð, þeir líta stjörnuglóð

Þann ástaróð, söng móðir góð, um jól
og reifum vafði son sinn og bað
að heimur yrði nýr
og næturvindur hlýr
úr augum barns skein friður, von og trú

Rökkrið var víst feimið þetta kvöld
stjarnan skein og englar tóku völd
vitringar á ferðum
gjafir báru þeir
í fjárhúskofa vöktu glaðir, foreldrarnir tveir

Frelsari er fæddur, köld var nótt
og hjarta mannkyns barðist títt og ótt
sú ógn sem lá í leyni
bar sitt beitta sverð
en barnsins sál, víst sagði satt, þið eruð elskuverð

höf Hildur Eir Bolladóttir… Lesa meira

Ég finn þinn anda

 1. Eigum við að fæðast til að deyja
Drottinn minn?
Er lífsbaráttan virði þess að heyja
Drottinn minn?
Er eilífðin þá búin til úr von?
Sem fengin er í samfylgd við þinn son

2. Ég bið þig Guð að vaka mér við hlið
hér í nótt
svo angist mín og reiði
hverfi skjótt
hér í nótt ég finn þinn anda nálgast
huga minn hann strýkur blítt um vanga mér og kinn

3. Í tárum þínum vakir okkar líf
mundu það
í hjarta þínu skjól okkar og hlíf
mundu það
hver snerting sem við áttum helg og sönn
mun hugga þig og styrkja’ í dagsins önn

4. Jesús vísar veginn
vittu til
trú þín sigrar beyginn
vittu til
er degi hallar, sólin kveður hljótt
er Guð að skapa ljós úr kaldri nótt
Lesa meira