Skip to content

Author: blek

Vögguvísa Maríu

Sólin hneig til viðar hægt og hljótt
í Betlehem bauð dagur góða nótt
vindur úti grætur
kveður angurljóð
af himni berast hirðum boð, þeir líta stjörnuglóð

Þann ástaróð, söng móðir góð, um jól
og reifum vafði son sinn og bað
að heimur yrði nýr
og næturvindur hlýr
úr augum barns skein friður, von og trú

Rökkrið var víst feimið þetta kvöld
stjarnan skein og englar tóku völd
vitringar á ferðum
gjafir báru þeir
í fjárhúskofa vöktu glaðir, foreldrarnir tveir

Frelsari er fæddur, köld var nótt
og hjarta mannkyns barðist títt og ótt
sú ógn sem lá í leyni
bar sitt beitta sverð
en barnsins sál, víst sagði satt, þið eruð elskuverð

höf Hildur Eir Bolladóttir… Lesa meira

“Hann mun lifa” – jólasaga

Yfir henni er guðdómlegur friður, andlitsdrættirnir lausir undan þjáningum undangenginna daga, hendurnar hvíla niður með síðum, þessar hendur sem hafa í raun viðhaldið lífi mínu, umvafið börnin okkar, hnoðað í brauð. Hendurnar sem spenntu greipar með börnunum okkar í bæn á hverju einasta kvöldi. Á baugfingri ber hún giftingarhringinn sem setið hefur fastur í meira en hálfa öld, eftir að börnin fæddust náði hún honum aldrei af en ég man hvar hún stóð stundum við eldhúsvaskinn og pillaði brauðdeigið af honum af mikilli nákvæmni, nuddaði hringinn sápu og þerraði með viskastykki, alltaf hlýnaði mér við þessa sjón. Ég vissi að hringurinn minnti hana á heitin okkar forðum, ég var hennar og hún mín og aldrei virtist það trufla hana að ná honum ekki af, nú fer hringurinn með henni í kistuna, partur af mér með henni inn í sjálfa eilífðina. Unglæknirinn gengur hljóðlega inn til okkar, varfærinn og hátíðlegur, það … Lesa meira

Ég finn þinn anda

 1. Eigum við að fæðast til að deyja
Drottinn minn?
Er lífsbaráttan virði þess að heyja
Drottinn minn?
Er eilífðin þá búin til úr von?
Sem fengin er í samfylgd við þinn son

2. Ég bið þig Guð að vaka mér við hlið
hér í nótt
svo angist mín og reiði
hverfi skjótt
hér í nótt ég finn þinn anda nálgast
huga minn hann strýkur blítt um vanga mér og kinn

3. Í tárum þínum vakir okkar líf
mundu það
í hjarta þínu skjól okkar og hlíf
mundu það
hver snerting sem við áttum helg og sönn
mun hugga þig og styrkja’ í dagsins önn

4. Jesús vísar veginn
vittu til
trú þín sigrar beyginn
vittu til
er degi hallar, sólin kveður hljótt
er Guð að skapa ljós úr kaldri nótt
Lesa meira

Bréf til Jesú

Kæri frelsari Jesús Kristur frá Nasaret í Galíleu.

Á þjóðhátíðardaginn fyrir tæpum fjörutíu árum var ég færð til skírnar við fjölsótta fermingarathöfn í Laufáskirkju við Eyjafjörð. Presturinn var pabbi minn og eitt fermingarbarnanna systir mín. Mér skilst að dagurinn hafi verið sólríkur og fagur, himininn heiður og blár og fermingarbörnin ábúðarfull og stillt þótt systir mín hafi reyndar vafið einhverjum brúnum tuskulörfum um flétturnar sínar tvær rétt áður en krakkaskarinn lagði af stað til kirkju, enn eru því áhöld um hvort mamma hafi fellt tár vegna hárgreiðslu fermingabarnsins eða af djúpri lotningu er skírnarbarnið var vatni ausið og fært í þitt örugga fang elsku Jesús minn. Að minnsta kosti og burtséð frá tískuslysi systur minnar tókstu þarna við mér og gafst mér hlutdeild í upprisu þinni. Fyrir það verð ég ekki bara ævinlega þakklát heldur raunar þakklátari eftir því sem árin líða.

Þú manst kannski Jesús að ég var með … Lesa meira