Skip to content

Month: May 2015

Kirkjan er ekki krónprinsessa

Árið 2010 tóku ný hjúskaparlög gildi hér á landi sem höfðu m.a. þá mikilvægu breytingu í för með sér að bæði gagnkynja og samkynja pör gátu gengið í hjónaband innan íslensku þjóðkirkjunnar. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þessara breytinga sem voru að mínu mati sannkallað heillaskref fyrir íslenska þjóð ásamt því að vera sterk skilaboð til umheimsins. Hjónabandið er því fyrst og síðast sáttmáli tveggja jafningja sem elska og virða hvorn annan og heita því að standa saman í blíðu og stríðu, það er nefnilega svo merkilegt að uppgötva að við elskum fyrst með höfði og hjarta en ekki kynfærum okkar eins dásamleg og þau geta verið sem tjáningarform. Hið svokallaða samviskufrelsi presta til að hafna því að gefa saman samkynja pör í hjónaband eru því að mínu mati óásættanleg skilaboð til þjóðarinnar. Þá skiptir nákvæmlega engu máli hversu margir prestar eru líklegir til að nýta sér þessa … Lesa meira

Sumarleyfis blús

Ég hef komist að því í starfi mínu sem prestur að sumarfrí reyna oft heilmikið á hjónabönd og fjölskyldulíf. Í sumum tilvikum er tilhugsunin um að eyða heilum mánuði saman án rútínu kvíðavænleg og stundum skellur sumarfríið eins og brimalda á fólki svo það hverfur í haf óuppgerðra tilfinninga sem hafa fengið að malla undir yfirborði skammdegisins.

Í fyrsta lagi er  meira en að segja það fyrir upptekið fólk að detta í frí. Margir upplifa eins konar fæðingarþunglyndi þegar rútínu sleppir og dagar afslöppunar og frjálsræðis taka við. Þá verða sumir lasnir af því að þeir hafa loksins tíma til að leyfa sér þann munað að leggjast í hor, aðrir verða í framan eins og þeim hafi borist vondar fréttir og séu um það bil að bresta í grát og enn aðrir verða skapstyggir vegna allra þeirra verka sem er ólokið á heimilinu og verða eitthvað svo áberandi þegar maður … Lesa meira

Gömul djammhandrit

Síðastliðinn sunnudagsmorgunn fór ég fór út að hlaupa vegna þess að ég er alltaf að reyna að taka á lífi mínu áður en ég verð miðaldra og enginn æska eftir til að borga fyrir mig reikninginn. Á hlaupunum mætti ég ungri stúlku sem var sennilega að ganga heim eftir gleðskap næturinnar, háir hælar, úfið hár og abstrakt augnmálning báru því vitni. Þegar við mættumst sá èg að hún horfði á mig með sektarkennd í hjarta og hugsaði ” já fínt þú ert með allt á hreinu, hlaupandi með þitt asnalega buff á sunnudagsmorgni eftir 10 tíma svefn, nýbúin að slafra í þig chiafræjum í morgunmat.” Mig langaði að hlaupa á eftir henni og faðma hana sem hefði að vísu verið ofbeldi með öllum þessum svita og segja henni að í gær hafi èg borðað pasta með tómatsósu í morgunmat, snakk um miðjan daginn og tvær pylsur í brauði í kvöldmatinn, … Lesa meira