Skip to content

Month: February 2016

Reykjavíkurdætur

Ég hef aldrei heyrt um að Jesús hafi orðið hneykslaður. Samkvæmt guðspjöllunum varð hann reiður, sár og þreyttur, hann grét en var aldrei hneykslaður. Ef maður pælir í því þá er heldur ekkert gagnlegt að hneykslast, skilar engu nema sóun á dýrmætum tíma, það fæðist engin niðurstaða af hneyksluninni. Reiðin getur hins vegar verið gagnleg og jafnvel falleg, sérstaklega þegar hún kviknar af ríkri réttlætiskennd sem er borin uppi af djúpri samkennd. Og grátur er ekkert annað en móðir mannlegra tilfinninga, grátur er meðal annars staðfesting á ást,þakklæti og samúð.
Ég varð vitni að tónlistaratriði Reykjavíkurdætra síðastliðið föstudagskvöld í sjónvarpsþættinum hans Gísla Marteins. Ég viðurkenni að hafa ekki rýnt mikið í efnisleg atriði lagsins en man að ég hugsaði samt á einhverjum tímapunkti að það væri orðið svolítið langt enda var ég að bíða eftir næsta þætti af Barnaby lögreglufulltrúa, ég er nefnilega orðin svolítið miðaldra og farin að meta … Lesa meira

Eurovisionprédikun

Bænin er sögð andardráttur trúarinnar, á sama hátt mætti segja að listsköpun sé súrefni allra samfélaga. Við tölum um að njóta menningar og lista, það er gott og gilt en þó ekki eini tilgangurinn, listin er líka til þess fallin að spegla sálarlíf okkar og hjálpa okkur að koma auga á allt hið sammmannlega í þessum heimi. Listin tjáir vilja til að stuðla að friði þótt hún geri það raunar oft með því að láta ófriðlega, ögra og jafnvel reiðast alveg eins og Jesús, þess vegna var Jesús einmitt bæði frelsari og listamaður, það má jafnvel líta svo á að hann hafi frelsað með list sinni.
Hvaða list okkur finnst góð er síðan allt annar handleggur og eitthvað sem jafn erfitt er að rökræða eins og kannski það að verða ástfanginn af annarri manneskju. Ef þú getur fært alveg köld rök fyrir makavali þínu þá veit ég ekki hvort ég … Lesa meira

Burberrys dúkkur

Skráði mig á samningatækninámskeið sem verður haldið í Háskólanum á Akureyri næstkomandi miðvikudag sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema ég sat í erfidrykkju um daginn og tilkynnti öllum við borðið að ég væri að fara á samskiptatækninámskeið og skildi svo ekkert hvers vegna fólk var svona hissa og vandræðalegt á svip fyrr en einn borðfélagi spurði hvort ég væri mikið að lenda í útistöðum við fólk. Nema hvað mismælaröskun virðist vera eitthvað sem hrjáir helst kvenfólk í minni fjölskyldu sem er komið af Matthildi Jónsdóttur í beinan legg, hún er ókrýndur meistari mismælanna, þetta virðist reyndar ágerast í kringum breytingaskeið en því er ekki að heilsa í mínu tilfelli. Um daginn sátum við á kaffihúsi og allt í einu segir mamma með þunga í röddinni ” hann pabbi þinn þoldi aldrei þessar Burberrys dúkkur” litli tískufíkillinn ég spenntist upp við orðið eitt en fattaði um leið að … Lesa meira

List, trú og dauði

Ég er búin að fatta hvers vegna ég finn til svona mikillar samkenndar með listamönnum í umræðunni um listamannalaun, í fyrsta lagi er það vegna þess að í mínum augum er listin hreinlega andardráttur mannlífsins og hins vegar er það vegna þess að það eru talsverð líkindi milli umræðunnar um list og trú og listamenn og þjóðkirkjuna, það er stórkarlastemningin sem hljómar einhvern veginn svona “af hverju að ausa peningum í hindurvitni sem valda börnum bara heilaskaða eða listsköpun sem hver sem er gæti nú framkvæmt, ha! það þarf nú engan meistara til að sletta smá málningu á striga hahahaha, af hverju að fara á tónleika þegar maður getur hangið á kommentakerfinu?“ Í alvörunni, er þetta þjóðarsálin sem við viljum varðveita, þjóðarsálin sem sér ekki gæði í öðru en að draga fisk úr sjó og fara á Þorrablót?
Mér dettur í hug í þessu samhengi að dauðinn sem er nú … Lesa meira