Skip to content

Month: October 2023

Það er Guð, hann er regnboginn

Eitt það skemmtilegasta við prjóna flík er að velja liti og raða þeim saman. Litir hafa eflaust meiri áhrif á okkur mannfólkið en við gerum okkur grein fyrir. Að minnsta kosti höfum við mörg sterkar skoðanir á þeim. Við eigum mörg okkar eftirlætis liti og svo eru til litir sem við gjörsamlega þolum ekki. Við suma liti eigum við í ástar/haturssamband við, í ákveðnum blæ eru þeir okkur að skapi en skeiki um tommu eru þeir ómögulegir. Í gegnum tíðina hafa ákveðnar litasamsetningar verið algjörlega bannaðar, já næstum því með landslögum. Þegar ég er að alast upp var talið nánast hryðjuverk gegn mannkyni að setja saman bleika flík og rauða. Þá þótti brúnn og svartur ekki eiga saman.  Ég man alltaf hvað mér fannst móðir mín hugrökk þegar hún lét sauma á sig svarta og brúna leðurflík og þegar hún hætti að nota flíkina lét hún yfirdekkja antikstól með henni … Lesa meira