Skip to content

Month: January 2018

#meToo og uppeldið

Í #meToo byltingunni hef ég mikið velt fyrir mér ábyrgð minni sem uppalanda tveggja ungra drengja. Drengirnir spegla nefnilega samskipti okkar hjónanna, orðræðuna á heimilinu, hvernig við horfum á hvort annað, ávörpum hvort annað, virðum framlagt hvors annars til þessarar sameiginlegu lífsbaráttu okkar. Þeir skoða hvað pabbi er að horfa á í sjónvarpinu og á netinu, hvernig hann talar almennt um konur, hvort hann hafi helst orð á stórum brjóstum og stinnum rassi eða hvort hann heyri það sem konur eru að segja í fréttum og á opinberum vettvangi og taki það gilt, taki yfirhöfuð á mark á konum. Er pabbi í beyglum yfir því að hlusta á hinn nýja forsætisráðherra flytja áramótaávarp og gerir grín að því hvað hún sé lítil og stelpuleg eða fer hann strax að tala um inntak þess sem hún hefur að segja af því að fyrir honum er algjört aukaatriði hvernig ein valdamesta … Lesa meira

Áramótaheit 2018

Mér finnst fólk mjög fallegt og gott. Þegar maður er nálægt fólki gerast ákveðnir töfrar sem ekki nást í gegnum síma eða tölvu, töfrarnir birtast í augnaráði og svipbrigðum,nærveru, hlýju, krafti, orku, brosi, kímni, gagnkvæmum skilningi með og án orða, rósemd, hrifningu, kærleika, umburðarlyndi gagnvart skoðunum og skringilegheitum, hvatvísi og örlyndi.
Við höfum svo gríðarlega mikla getu til að umgangast allskonar fólk í návígi vegna þess að þegar við erum í sjónlínu og snertingu við manneskjur þá langar okkur til að reynast vel, sýna umburðarlyndi og virðingu. Þá skynjum við lifandi nærveru og af því að við erum tilfinninga og siðferðisverur horfum við ekki svo glatt framhjá tilfinningum og líðan annarra í hinni lifandi nærveru. Við getum leyft okkur að hugsa og segja leiðinlega hluti um fólk sem er fjarri en þegar við hittum það augliti til auglitis þá verðum við ósjálfrátt fyrir áhrifum af mennskunni sem tengir okkur öll … Lesa meira