Skip to content

Month: June 2019

Að eiga eða eiga ekki drauma

Í dag, kvenréttindadaginn 19.júní átti ég erindi við 97 ára gamla konu sem býr ein hér í bæ en var lengi bóndi og húsfreyja í sveit. Hún átti sjö börn, fjögur eru látin og eiginmaðurinn líka. Þegar mig bar að garði var hún búin að hella upp á kaffi og raða sjötíu ára gömlu ryðbrúnu stráheilu stelli á eldhúsborðið, bera fram kleinur og jólaköku og smyrja soðið brauð með fagurbleikum reyktum laxi. Ef orðinu æðruleysi er flett upp í íslenskri orðabók er mjög líklega að finna mynd af andliti þessarar konu. Kvenréttindadagurinn barst í tal og við ræddum jafnréttisþróun síðustu níutíu ára eða allt frá því að vinkona mín fór að muna eftir sér. Hún var alin upp af einstæðri móður, vinnukonu sem fór á milli bæja og þvoði þvotta og sinnti grófari húsverkum eins og dóttir hennar komst að orði, „mamma var ekki höfð í eldhúsinu, hún sinnti Lesa meira