Skip to content

Month: June 2015

Þegar systir mín missti af Dallas

Þegar ég var að slíta barnsskónum heima í Laufási við Eyjafjörð voru veturnir oft  snjóþungir. Ég man daga þar sem við krakkarnir lékum okkur að því að hoppa  af bæjarburstinni ofan í dúnmjúka skafla sem umluku mann líkt og stórir skýjabólstrar. Ég man líka eftir tveggja metra snjógöngum frá íbúðarhúsinu okkar og upp heimreiðina þar sem Citroen bíllinn hans pabba var falinn undir fönn, bíllinn fannst eftir nokkra daga en þá hafði þakið sigið undan snjóþunganum. Á vetrum sem þessum fór rafmagnið stundum af bænum og þannig gat það verið í nokkra sólarhringa, þá voru jólin í mínu hjarta, rafmagnsleysið kallaði nefnilega á kyrrstöðu. Pabbi tók fram prímusinn og eldaði súpu og mamma fann til ullarteppi og leista svo okkur yrði ekki kalt, svo sátum við og spjölluðum. Stundum dró pabbi fram þjóðsögur Jóns Árnasonar og ef hann var í stuði las hann draugasögur með dularfullri röddu, þá skapaðist einhvers … Lesa meira