Skip to content

Month: July 2019

Bæn Maríu

Elsku sonur, Jesús Kristur,

ég bið til þín

þó ekki sem móðir, heldur manneskja meðal annarra á þessari jörð.

Ég gaf þér líf, þú gafst mér líf.

Í upphafi vorum við eitt,

ég barnshafandi af þér

þú frelsari í mér.

Ég geymi öll þín orð og verk

í hjarta mínu

hugleiði þau eitt af öðru

hnýti þau saman

með anda þínum.

Þú,

nýfæddur

við brjóst mitt,

með augu vitringsins,

vissir allt sem ég vissi

og meira til.

Sál þín

stjarna á himni nætur

Ég bið þig elsku sonur um að

gefa öllum konum þá náð

sem þú forðum veittir mér:

að fæða þig

í heiminn,

ástina, vonina og sannleikann.

Þó með minni þraut

en áður

minni mótspyrnu

minna ofbeldi.

Og körlum,

það hugrekki

sem Jósep sýndi

að vera

mér samferða

án þess að hvika

hika

hræðast,

það gaf þér nefnilega rými

til að fæðast… Lesa meira

Að loknum vetri

Erindi þessa pistils er ekki það að koma því skila hvað ég hafi nú gengið í gegnum margt á liðnum vetri. Við erum öll að heyja okkar baráttur með einum eða öðrum hætti. Nema hvað á liðnum vetri raðaðist þó nokkuð margt á herðar mínar á nokkuð skömmum tíma, ég gekk í gegnum hjónaskilnað, skipti um húsnæði, kvaddi hundinn minn og missti tengsl við vini og vandamenn. En ég hlaut á sama tíma margskonar blessun, undurfallegar lífsgjafir í ást og nýjum tengslum, bara svo því sé nú haldið til að haga, lífið er aldrei bara þjáning, nema náttúrlega þá stuttu stund sem maður neyðist til að hlusta á nútíma graðhesta tónlist er unglingurinn á heimilinu hertekur græjurnar í bílnum, það er hins vegar allt allt allt önnur saga, í allt annan pistil.

Það sem kom mér mest á óvart á liðnum vetri var hvað starfið mitt reyndist mér persónulega mikil … Lesa meira