Skip to content

Month: August 2017

Jesús er oft svo óviðeigandi

Í dag langar mig að ræða um það hvað hann Jesús frá Nasaret er oft vandræðalega óviðeigandi. Eiginlega er hann mest óviðeigandi maður sem ég hef kynnst. Honum datt til dæmis í hug að drekka úr sömu vatnsskjólu og samversk kona, vitandi það að gyðingar og samverjar ættu aldrei undir neinum kringumstæðum að drekka úr sama íláti.

Svo var hann líka ótrúlega óviðeigandi þegar hann leyfði konunni sem var á blæðingum að snerta sig, í stað þess að ávíta hana sem óhreina konu eins og búist var við, þá sagði hann bara „ Dóttir trú þín hefur bjargað þér, far þú í friði ver heil meina þinn“ en konan hafði semsagt haft blóðlát samfleytt í tólf ár líklega vegna þess að það fannst engum viðeigandi að vera eitthvað að koma við hana og lækna.

Svo var hann líka alveg ótrúlega óviðeigandi þegar hann leyfði henni Maríu frá Betaníu að sitja … Lesa meira