Ég vaknaði eins og venjulega klukkan sjö að morgni, skreið fram úr, náði mér í kaffibolla og aftur undir sæng, mitt morgunritúal. Tók símann úr hleðslu, skoðaði fréttir morgunsins, kíkti á tölvupóstinn. Þar var allt nokkuð hefðbundið nema eitt bréf frá konu, vel og fallega orðað með spurningu sem hana hafði lengi langaði til að fá svar við. Hún spurði mig sem sagt í þessum góða og hnitmiðaða tölvupósti hvort ég gæti útskýrt fyrir henni í stuttu máli af hverju Jesús hafi dáið á krossinum fyrir okkur og verandi ekki þar einu sinni sjálfviljugur.
Ég tók vænan sopa af kaffinu og hugsaði, uhm er ég að fara að svara þessu? Ætti ég ekki bara að segja henni að við verðum að hittast og spjalla um þetta viðamikla mál. Eða láta eins og ég hafi ekki séð þetta og svara bara hinum erindunum sem berast mér jafnan, beiðnir um athafnir og … Lesa meira