Skip to content

Hildur Eir Bolladóttir Posts

Pendúllinn

Mér fannst það dálítið gott sem bandaríski presturinn og prédikarinn tattúveraði Nadia Bolz Weber sagði á dögunum í viðtali þegar hún var að útskýra muninn á því að vera almennt andlegur eða að fylgja og trúa á Jesú. Hún sagði að á andlega hlaðborðinu sem er mjög vinsælt í dag er svo auðvelt að velja bara eitthvað gómsætt en þegar kemur að þvi að velja samfylgdina við Jesú þá þurfum við  aftur og aftur að horfast í augu við okkur sjálf sem er ekki alltaf gómsætt né skemmtilegt en samt svo ótrúlega mikilvægt. Nadía segir til dæmis að eins og hún þekki sjálfa sig þá væru töluverðar líkur á því að ef hún kæmist í svona andlegt hlaðborð þá myndi hún ekki endilega velja fyrirgefningu eða kærleika gagnvart óvininum svo dæmi séu tekin, nokkuð sem Jesús Kristur leggur áherslu á. Og ég segi fyrir mig að eins skapmikil og ég … Lesa meira

Jesús og Júróvisjón

Hugsa sér að á næsta ári eru fjörutíu ár liðin frá því Gleðibankinn, okkar fyrsta framlag í Júróvisjón með þeim Helgu Möller, Pálma Gunnars og Eiríki Haukssyni í fararbroddi fór út í aðalkeppnina. Þau voru ekki Iceguys heldur Icy og þau voru sko með möllet sem er komið aftur í tísku því tískan fer jú í hringi. Síðan voru þau með risastóra herðapúða sem voru í raun eins og spariútgáfa af Íshokkíbúningi en þessa púða lét maður sig hafa árið 1986 því tískan er harður húsbóndi og sýnir sjaldnast sitt rétta andlit fyrr en liðin eru sirka tíu ár frá því hún réði ríkjum. Glöggt dæmi um slíka afhjúpun eru snjóþvegnu gallabuxurnar og there is something about Mary hártoppurinn, já og sebra strípurnar sem voru mjög vinsælar um síðustu aldamót. Í fljótu bragði man ég ekki hvort að púðarnir áttu að grenna á manni mittið, blekkja augað þannig að mittið … Lesa meira

Ekki vera hrædd!

Þegar drengirnir mínir voru litlir varð ég allt í einu alveg undarlega flughrædd. Í þeim ótta dugðu staðreyndir um flugöryggi ósköp skammt. Áður en þeir  fæddust hafði þetta alls ekki hrjáð mig og nú þegar þeir eru orðnir stórir og nokkuð sjálfbjarga er ég ekkert lengur hrædd að fljúga. Ég er raunar orðin svo slök að mér tókst að sofna í flugtaki frá Bandaríkjunum í fyrra og vaknaði ekki fyrr en flugstjórinn bað okkur að festa sætisólar því aðeins tuttugu mínútur væru í lendingu í Keflavík. Sé þetta dæmi krufið er ljóst að flughræðsla mín á vissu tímabili tengdist alls ekki flugi sem slíku heldur óttanum við að deyja frá litlum börnum og sá ótti sló saman við stjórnleysi hins almenna flugfarþega sem hefur ekkert um framvindu flugsins að segja. Ótti er auðvitað mjög oft þessi tilfinning fyrir því að vera ekki við stjórn, því hvað er kvíði annað en … Lesa meira

Eins og gulur túlípani upp úr fönn

Fólki finnst oft vandræðalegt þegar talað er um heilagan anda. Að nefna Guð og Jesú er almennt nokkuð viðurkennt en þegar farið er að tala um að heilagur andi sé á staðnum eða heilagur andi muni leiða ákveðna vegferð eða að heilagur andi hafi verið að verki þegar eitthvað gott á sér stað, þá verða áheyrendur oft hissa og vandræðalegir. Svona eins og þeir bíði eftir að ræðumaður fari að tala tungum og detti í einhvers konar transdans. Það reynir auðvitað alltaf á sjálfsmynd okkar að samþykkja og hvíla í því sem er óáþreifanlegt samanber tilfinningar okkar. Mörg okkar myndu frekar tala opið um kynmök en tilfinningar því þau eru ekki endilega flókin né tengd tilfinningum í huga okkar. Konur virðast eiga auðveldara með að ræða tilfinningar og eru oft á tíðum í betri tengslum við sitt innra líf. Þetta þýðir ekki að þær séu betri en karlar enda fullfærar … Lesa meira

Svar við bréfi heilags anda

Ég vaknaði eins og venjulega klukkan sjö að morgni, skreið fram úr, náði mér í kaffibolla og aftur undir sæng, mitt morgunritúal. Tók símann úr hleðslu, skoðaði fréttir morgunsins, kíkti á tölvupóstinn. Þar var allt nokkuð hefðbundið nema eitt bréf frá konu, vel og fallega orðað með spurningu sem hana hafði lengi langaði til að fá svar við. Hún spurði mig sem sagt í þessum góða og hnitmiðaða tölvupósti hvort ég gæti útskýrt fyrir henni í stuttu máli af hverju Jesús hafi dáið á krossinum fyrir okkur og verandi ekki þar einu sinni sjálfviljugur.

Ég tók vænan sopa af kaffinu og hugsaði, uhm er ég að fara að svara þessu? Ætti ég ekki bara að segja henni að við verðum að hittast og spjalla um þetta viðamikla mál. Eða láta eins og ég hafi ekki séð þetta og svara bara hinum  erindunum sem berast mér jafnan, beiðnir um athafnir og … Lesa meira

Hvað er með þessa Þjóðkirkju?

Hvað er þessi Þjóðkirkja yfirhöfuð að gera? Nú þegar haustið stígur léttfætt og litskrúðugt inn í líf okkar þá vaknar safnaðarstarf kirkjunnar úr dvala. Ekki þar fyrir að kirkjan er á vaktinni og í þjónustu allan ársins hring. En yfir sumartímann fara þó margir liðir safnaðarstarfsins í frí enda er kirkjan með puttann á þjóðarpúlsinum og veit að Íslendingar þurfi að njóta útiveru þessa þrjá mánuði sem að grasið grær og blómin anga. Nú fer hins vegar allt á fullt í kirkjum landsins, til sveita, bæja og borga. Það má í raun í segja að frá því ég hóf starf sem prestur fyrir tæpum tuttugu árum hef ég hlustað á fólk, þá aðallega á internetinu óskapast yfir tilveru Þjóðkirkjunnar og þeim fjármunum sem hún hefur yfir að ráða. Sem sagt þátttökugjaldi eða svokölluðu sóknargjaldi skráðra meðlima.

Ég hef sem sagt eins og flestir kollegar starfað undir tortryggni hinnar opinberu umræðu … Lesa meira

Hvað er sannleikur?

Það var sannarlega engin La det swinge stemning í kringum umræðuna um úrslitin í söngvakeppni sjónvarpsins á dögunum. Allt í einu voru eldsumbrotin í Grindavík gleymd og eiginlega líka styrjaldirnar í Úkraínu og á Gaza. Allt snerist um hvort brögð hefðu verið í tafli í símakosningunni sem leiddi til þess að Hera Björk með lagið um lofthræðsluna bar sigur úr býtum. Íslenska stórfjölskyldan sem samanstendur af tæplega fjögurhundruð þúsund manns fór í hár saman við eldhúsborð samfélagsmiðlanna. Eins og oft vill verða í „barnmörgum“ fjölskyldum taka einstaklingar að sér ákveðin hlutverk, stundum meðvitað, stundum ómeðvitað. Einhver er í hlutverki hins ábyrga, annar leikur fórnarlambið, svo er það trúðurinn og síðan sá sem nær að etja öllum systkinum saman en stendur einhvern veginn eftir með pálmann í höndunum. Þetta er staðan svona þegar fjölskyldurnar eru það sem kallast vanvirkar sem auðvitað margar fjölskyldur eru þótt þær séu líka góðar. Sumar fjölskyldur … Lesa meira

Eldgos kærleikans

Eins og ástin er andstæða haturs er friður andstæða óttans. Á dögunum hitti ég konu sem sagði mér að hún væri nýbúin að fá þær góðu fréttir að krabbamein sem hún hefur barist við undanfarna mánuði sé farið. Eftir að henni bárust þessar fréttir svaf hún meira og minna í heila viku. Hún var ekki lengur skelfingu lostin, taugakerfið slakaði loks á og friður færðist yfir hana. Ég tengdi vissulega við lífsreynslu hennar hafandi fengist við sama sjúkdóm og þekki einmitt þennan  himneska frið blandinn óumræðanlegu þakklæti þegar góðar fréttir berast. Þetta er lognið á eftir storminum, það er sko allt annað logn en það sem hefur varað í langan tíma. Ég gleymi því ekki þegar ég var að fá góðar fréttir fyrst eftir mín veikindi hvernig slökunin og friðurinn sem færðist yfir mig kveikti á stórflóði ástarjátninga til barnanna minna og hvernig ég fylltist yfirþyrmandil löngun til að kafffæra … Lesa meira

Ef ég nenni

Að vera amma er góð skemmtun. Þetta er hlutverk sem mér hlotnaðist óvænt á unga aldri ef svo má segja. Í dag ég meira að segja tvö barnabörn, stúlku sem verður fimm ára á árinu og dreng sem verður þriggja. En það er ekki bara undur gaman að var amma það er líka gefandi og svo fylgir því mikil ábyrgð eins og öllum gjöfum Guðs. Já öllum guðsgjöfum fylgir mikil ábyrgð, meira að segja lífstíðarábyrgð, þær eru ekki eins og mjólkin sem rennur út og er því best fyrir ákveðinn tíma. Margir tala um að ömmu og afahlutverkið sé einmitt svo skemmtilegt vegna þess að þá beri maður ekki jafn mikla ábyrgð eins og í uppeldi eigin barna. Allt má heima hjá ömmu og afa. Súkkulaði og ís í morgunmat og alls konar önnur mótmæli gegn markmiðum manneldiráðs.

Það er svo sem mikið til í því að á heimili ömmu … Lesa meira

Náð

Náð er svo fagurt orð. Finnurðu hvað það er mjúkt og hlýtt og huggunarríkt. Móðir mín rifjar reglulega upp þá minningu er hún stóð við eldhúsgluggann á fögrum sumardegi heima í Laufási og ég var fimm ára og lá flötum beinum á grasinu framan við húsið og horfði upp í himininn án þess að bæra á mér. Hún hljóp út að gá að mér, hálf skelkuð og spurði um leið forviða á hvað ég væri eiginlega að horfa, ég sagðist vera að bíða eftir Jesú Kristi er hann myndi brjótast fram úr skýjunum. Ég man þetta svo vel vegna þess að ég stundaði þetta reglulega, á hlýjum sumardögum æsku minnar, að leggjast í grasið, horfa upp í himinninn og hverfa inn í skýin. Þegar ég hugsa um orðið náð fer ég til baka til þessara stunda, umvafin mjúkum skýjum náðar Guðs og umhyggju mömmu. Náðin er mjúk eins og skýjabólstrar … Lesa meira