Á undanförnum tveimur árum hefur það verið heilbrigðiskerfið og raunar krabbameinslæknirinn minn sem hafa kennt mér hvað mest um trú mína og jafnvel guðfræði.
Þegar maður greinist með krabbamein langar mann auðvitað mikið til að fá staðfestingu á því að allt fari nú vel. Mann langar til þess að læknirinn geti sagt þegar krabbameinið er horfið að það komi ekki aftur, en hann getur það ekki. Læknirinn getur bara sagt þér að þú sért með krabbamein, hvað þurfi að gera og hverjar aukaverkanir meðferðanna hugsanlega verði. Ég hef í eðli mínu eða sökum uppeldis eða fortíðar mikla þörf fyrir að hafa stjórn á sem flestu. Það heitir með öðrum orðum að vera kvíðinn. Það merkir ekki að ég sé hræddari en aðrir að deyja eða takast á við áföll af því að ég er það ekki, í fullri alvöru, heldur hef ég einfaldlega mikla þörf fyrir að láta ekki lífið … Lesa meira