Það er einhvern veginn ómögulegt að festa hugann við nokkuð annað en ástandið þessa dagana annars vegar í Grindavík og hins vegar á Gaza. Fyrir viku síðan flaug ég heim frá Tenerife, hinu nýja fyrirheitna landi vesturlandabúa. Á meðan ég dvaldi á eyjunni barðist ég við blendnar tilfinningar. Mér fannst ég vera óttalegur veifiskati og örlaga plebbi að vera að flatmaga þarna í sólinni eins og ekkert væri sjálfsagðara á meðan börnum og öðrum saklausum borgurum væri tortímt á Vesturbakkanum en á hinn bóginn barðist ég líka við löngunina að njóta, því ég var þreytt og þráði góða hvíld. Ég velti fyrir mér að friða samviskuna með því að henda í „gáfulegan“ Facebook status um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, greina nú í eitt skipti fyrir öll kjarnann frá hisminu og vísa í sögulegar heimildir sem ég hef þó ekkert lesið í neinum doðröntum heldur mest megnis á netinu eins og … Lesa meira
prestur