Þegar drengirnir mínir voru litlir varð ég allt í einu alveg undarlega flughrædd. Í þeim ótta dugðu staðreyndir um flugöryggi ósköp skammt. Áður en þeir fæddust hafði þetta alls ekki hrjáð mig og nú þegar þeir eru orðnir stórir og nokkuð sjálfbjarga er ég ekkert lengur hrædd að fljúga. Ég er raunar orðin svo slök að mér tókst að sofna í flugtaki frá Bandaríkjunum í fyrra og vaknaði ekki fyrr en flugstjórinn bað okkur að festa sætisólar því aðeins tuttugu mínútur væru í lendingu í Keflavík. Sé þetta dæmi krufið er ljóst að flughræðsla mín á vissu tímabili tengdist alls ekki flugi sem slíku heldur óttanum við að deyja frá litlum börnum og sá ótti sló saman við stjórnleysi hins almenna flugfarþega sem hefur ekkert um framvindu flugsins að segja. Ótti er auðvitað mjög oft þessi tilfinning fyrir því að vera ekki við stjórn, því hvað er kvíði annað en … Lesa meira
prestur