Skip to content

Month: October 2018

Nakið fólk

Ég viðurkenni það að vera á stundum sködduð af starfi mínu sem prestur. Þá á ég til dæmis við þá staðreynd að vera alltof áhyggjufull um börnin mín og jafnvel of verndandi. Ég reyni samt hvað ég get að hemja mig gagnvart þeirri freistingu að láta syni mína ganga með ökklaband eða einhvern annarskonar staðsetningarbúnað og ég reyni líka að hemja mig í símhringingum yfir daginn, þá er ég vissulega hætt að fara inn til þeirra á kvöldin til að gá hvort þeir andi, þeir eru nú líka 10 og 16 ára og sá eldri kominn með kærustu. Í sumar gekk ég á fjall með hópi fólks og var um tíma samferða viðræðugóðum kvenlækni sem tjáði mér að hún væri haldin nákvæmlega sömu vinnusköddun og ég, hún þarf sumsé líka að stíga á bremsuna gagnvart því að ofvernda börnin sín. Það sem við tvær eigum náttúrlega sameiginlegt vinnulega séð er … Lesa meira

Hughreysti er mikilvægasta hreystin

Kraftaverkasögurnar í guðspjöllunum þar sem Jesús læknar sjúka, reisir við lamaða, gefur blindum sýn eru mörgum mjög framandi. Hver er eiginlega merking þeirra, að Guð lækni útvalda? Geri kraftaverk á sumum en ekki öðrum? Við vitum að heimurinn er fullur af fólki sem glímir við vanheilsu og þarf nauðsynlega á lækningu að halda.

Það er svolítið magnað að uppgötva hvernig skilningur manns á Biblíunni helst þráðbeint í hendur við þroska manns á öðrum sviðum, bara þegar ég var að hefja minn prestskap man ég eftir að hafa átt í svolitlu basli með kraftaverkasögurnar, skildi þær illa og þá fyrst og fremst sem opinberun á guðdómi Jesú en var samt einhvern veginn ekki alveg að kaupa þá skýringu sjálf, leið svolítið eins og  þeir sem nutu hans lækninga væru bara tilraunadýr eða sýniseintök fyrir guðdóminn. Þá hafði ég bara þá ekki lifað nógu lengi til að geta fjallað um þessar sögur … Lesa meira