Skip to content

Month: April 2020

Þar sem ég skríð upp í fang umhyggjunnar

Þrjár konur komu að gröfinni á páskadagsmorgni. Þrjú lífsgildi komu að gröf  Jesú á páskadagsmorgni, þau kærleikur, umhyggja, hugrekki.

Mig langar að tala um umhyggjuna. Það er ekki erfitt þessa dagana, við erum bókstaflega vafin umhyggju úr ýmsum áttum, samfélagið er borið uppi af umhyggju fjölmargra starfsstétta en líka af þjóðarsálinni sjálfri. Umhyggju sýnum við hvert öðru með því að fylgja fyrirmælum fagfólks, með því að sýna þolgæði í krefjandi aðstæðum, já með því að vanda okkur sérstaklega í samskiptum þar sem margir eru óvenju kvíðnir og viðkvæmir nú um stundir. Fjölmargir óttast um heilsu sína og sinna nánustu, óttast um afkomu, hafa jafnvel misst vinnuna að hluta eða alveg. Mörg erum við þreytt á löngu tilbreytingarleysi og einangrun að loknum vetri sem gaf lítið svigrúm til ferðalaga sökum veðurlægða, hvar ein tók við af annarri. Umhyggja er líka að vita að sumir lifa alla daga, ár eftir ár við … Lesa meira