Skip to content

Month: September 2019

Ást er ást og hamingja er hamingja

Haustið hefur lengi verið minn eftirlætis árstími. Mér finnst náttúran sjaldan ef aldrei jafn falleg og á haustin, jafnvel ekki einu sinni á vorin þegar hún þó vaknar til lífssins og endurfæðisst, gróður er nýr og afkvæmi manna og dýra kallast á af túni. Vorið er vissulega yndislegt í eftirvæntingu sinni en þó finnst mér haustið betra, það er einhver sátt, eitthvert æðruleysi yfir haustinu sem gerir það að verkum að hver dagur fær þá frekar að nægja sína gleði og sína þjáningu. Haustin marka oft breytingar í lífi okkar, sumir hefja skólagöngu á nýju stigi, aðrir fara í fyrsta sinn út á vinnumarkað og svo eru margir sem setja sér ný markmið og stefnu í venjubundinni rútínu. Ég var einmitt ein af þeim sem fann oft bæði hvöt og kraft til að setja mér ný markmið fyrir veturinn, skapa mér ný verkefni sem væru ögrandi og þroskandi. Að barnsskónum … Lesa meira