Skip to content

Month: June 2018

Að uppræta og eyða skömminni

„Að skila skömminni“ er líklega sá frasi sem hvað mest hefur snúist í höndunum á okkur undanfarið. Nú vil ég áður en lengra er haldið ítreka að þessar vangaveltur mínar eiga ekki við þegar um ofbeldi á börnum er að ræða, það er að segja þegar fullorðnir beita börn ofbeldi, þá er málið einfalt, hinn fullorðni ber alla ábyrgð, punktur. Mér finnst mikilvægt að taka þetta fram þar sem hin opinbera umræða þróast oft þannig að menn leita fremur leiða til að klekkja á viðmælandanum frekar en að greina umræðuna og rýna í hana til raunverulegs gagns og jafnvel bata. „Að skila skömminni“ hefur í #meetoo byltingunni því miður þróast út í að baða gerendur upp úr skömminni fremur en að halda öllum fullorðnum aðilum ábyrgum gagnvart þeirri áskorun að gera samfélagið okkar öruggara. #Meetoo byltingin fór frábærlega af stað, nafnlausar sögur um yfirgang og markaleysi voru til þess fallnar … Lesa meira

Er maður þá kannski bara heimskur?

Íbúi í New York, París eða London er ekki líklegur til að kippa sér upp við sírenuvæl ef hann yfirhöfuð gefur því gaum á meðan við sem búum á Akureyri eða í Reykjavík skynjum ónotatilfinningu við sömu hljóð og hugsum „ hvað ætli hafi gerst og hjá hverjum?“ Við erum líka eina þjóðin sem skrifar minningargreinar í blöð um hvern þann sem kveður þessa jarðvist og ekki nóg með það, við erum eina þjóðin sem les þessar minningargreinar yfir morgunkaffinu þó við þekkjum lítið eða ekkert til viðkomandi. Þegar ég stóð í anddyri Akureyrarkirkju í gær í svörtu hempunni minni og beið þess að útför hæfist rifu nokkrir erlendir túristar upp hurðina og stigu blaðskellandi inn í kirkjuna, þau þögnuðu er þau sáu prestinn og kistuna en lýstu engu að síður yfir vonbrigðum sínum með að fá ekki að skoða kirkjuna, ég meina hvað með það þótt einhver hafi dáið? … Lesa meira

Vegna þess að……

Einu sinni hélt ég að samkennd væri að finna þannig til með fólki að maður mætti alls ekki segja neitt styggjandi við það. Að samkennd væri að samþykkja afstöðu og tilfinningar annarra. Nú veit ég að samkennd er að heyra og virða en ekki endilega samþykkja, þess vegna er ég alveg hætt að afsaka mig fyrir að að trúa á Guð og trúa á bænina. Heimurinn er fullur af óréttlæti og illsku sem bæninni og Guðstrúnni hefur ekki tekist að sigra en heimurinn er líka fullur af fegurð og sannleika sem bæninni og Guðstrúnni hefur tekist að laða fram. Þess vegna vel ég að trúa á ljósið um leið og ég gef myrkrinu gaum.… Lesa meira