Einu sinni hélt ég að samkennd væri að finna þannig til með fólki að maður mætti alls ekki segja neitt styggjandi við það. Að samkennd væri að samþykkja afstöðu og tilfinningar annarra. Nú veit ég að samkennd er að heyra og virða en ekki endilega samþykkja, þess vegna er ég alveg hætt að afsaka mig fyrir að að trúa á Guð og trúa á bænina. Heimurinn er fullur af óréttlæti og illsku sem bæninni og Guðstrúnni hefur ekki tekist að sigra en heimurinn er líka fullur af fegurð og sannleika sem bæninni og Guðstrúnni hefur tekist að laða fram. Þess vegna vel ég að trúa á ljósið um leið og ég gef myrkrinu gaum.
Vegna þess að……
Published inHugleiðingar