Skip to content

Month: April 2022

Heiti pottur sjálfsmyndarinnar

Loksins, loksins, loksins. Loksins kom að því sem ég hef beðið svo lengi eftir.

Þegar ég var barn lét ég mig dreyma um að verða fullorðin. Mér fannst ekkert sérstaklega gaman að vera krakki þrátt fyrir að eiga hreint ágæta æsku. Fullorðinsárin heilluðu, mig langaði snemma að ráða mér sjálf og sá fyrir mér að sem fullorðinn einstaklingur myndi ég fá meira út úr lífinu. Loks kom að því að ég varð fullorðin samkvæmt lögum en þá fyrst fór lífið að verða verulega flókið, kvíði jókst og allskonar verkefni drógu verulega úr dýrðarljómanum sem hafði umlukið þá stöðu að teljast fullorðinn. Til að gera langa sögu stuttu er það fyrst núna sem ég er að upplifa eitthvað í líkingu við það sem ég lét mig dreyma um að væri ljómi fullorðinsára en ekki misskilja mig, ég hef átt frábært líf og guð minn almáttugur hvað oft hefur verið gaman, fyrir … Lesa meira

Dauðaóttinn

Á undanförnum tveimur árum hefur það verið heilbrigðiskerfið og raunar krabbameinslæknirinn minn sem hafa kennt mér hvað mest um trú mína og jafnvel guðfræði.

Þegar maður greinist með krabbamein langar mann auðvitað mikið til að fá staðfestingu á því að allt fari nú vel. Mann langar til þess að læknirinn geti sagt þegar krabbameinið er horfið að það komi ekki aftur, en hann getur það ekki. Læknirinn getur bara sagt þér að þú sért með krabbamein, hvað þurfi að gera og hverjar aukaverkanir meðferðanna hugsanlega verði. Ég hef í eðli mínu eða sökum uppeldis eða fortíðar mikla þörf fyrir að hafa stjórn á sem flestu. Það heitir með öðrum orðum að vera kvíðinn. Það merkir ekki að ég sé hræddari en aðrir að deyja eða takast á við áföll af því að ég er það ekki, í fullri alvöru, heldur hef ég einfaldlega mikla þörf fyrir að láta ekki lífið … Lesa meira