Kæra Jesúbarn. Þú ert hér og við erum hér vegna þín. Akureyrarkirkja er full af fólki, söfnuði þínum. Fólki á öllum aldri með allskonar tilfinningar, ævisögur og lífsreynslu í farteskinu sem það er komið með hingað til að spegla í tilvist þinni, já í anda þínum. Þau hafa nú þegar hlýtt á guðspjallið skráð af honum Lúkasi lækni og guðspjallamanni. Hef ég einhverju við það að bæta kæra Jesúbarn?
Kæra Jesúbarn, fólkið er eins og þú veist komið til að spegla líf sitt, tilfinningar, sögu og reynslu í þér. Leiddu okkur áfram á þeirri vegferð hér í kvöld. Já leiddu okkur inn í gripahúsið á Betlehemsvöllum, finndu okkur stað í heysátunni framan við jötuna, við höfum öll gott af því að hvíla við jórtrið í húsdýrunum meðan við sækjum friðinn frá ásjónu þinni, þú nýfædda guðsbarn. Er annað hægt en að fella grímuna í návist þinni? Ef ekki í návist … Lesa meira