Skip to content

Month: May 2018

Sjálfsvíg

Sjálfsvíg er hjartaáfall sálarinnar, þetta segi ég ekki til hljóma voða skáldleg heldur í þeirri viðleitni að ræða sjálfsvíg sem eðlilega dánarorsök. Nú bregður kannski einhverjum sem hugsar „hvað er manneskjan að fara?“ Jú ég er bara að reyna fara í áttina frá því að ræða sjálfsvíg sem voveiflegan atburð að þeim stað þar sem við getum rætt sjálfsvíg sem sorglegan en um leið eðlilegan dauðdaga. Ætli sjálfsvíg sé ekki ein elsta dánarorsök þessa heims? Örugglega eldri en sykursýki tvö eða kransæðastífla. Sjálfsvíg hafa fylgt mannkyninu frá morgni tímans, sem þýðir þó ekki að við eigum að sætta okkur við þau heldur að hætta að hvísla um þau og skima fyrir þeim strax í grunnskóla og tala opið um það við náungann hvort hann hafi einhvern tíma haft sjálfsvígshugsanir, að það sé eðlileg spurning þegar erfiðleikar steðja að og fólk er langt niðri. Það er talað um að krabbameinsfrumur verði … Lesa meira