Skip to content

Month: March 2022

Stríð verður ekki unnið með vopnum og peningum

Guðspjall dagsins á nú heldur betur við þá tíma sem við lifum núna, sagan af því þegar djöfullinn reyndi að freista Jesú. Jesús var hungraður og þyrstur eftir fjörutíu daga föstu í eyðimörkinni og þá mætir djöfullinn og býður honum gull og græna skóga vilji Jesús falla fram og tilbiðja hann. En innra með Jesú var ekki tóm heldur elska svo hann lét ekki freistast.

 Þegar við erum hungruð og þyrst þá á djöfullinn greiðari aðgang að okkur. Mér finnst svo magnað hvernig biblían talar hreint og beint um djöfulinn og um leið merkilegt hvað nútímamaðurinn er feimin við hugtakið.  Við höfum öll jú okkar djöful að draga eins og máltækið segir. Glíman við alkóhólisma er sem dæmi sannkölluð glíma við djöfulinn því alkóhólismi eflist einmitt og herjar á okkur þegar við líkt og Jesús erum „hungruð og þyrst“ þegar okkur hungrar í sjálfsást, sterkari sjálfsmynd, mannlega nánd, þegar okkur … Lesa meira