Skip to content

Month: November 2014

Jólin og sorgin

Jól í skugga sorgar þurfa ekki að vera ónýt jól. Jól í skugga sorgar verða hins vegar að fá að vera það sem þau eru, ekki hvað síst ef þau eru fyrstu jól án látins ástvinar. Syrgjendur kvíða oft þessum fyrstu jólum, tilhugsunin um þau verður oft grýlukennd. Jólin setja sorgina í nýtt samhengi, ef hrúður hefur verið farið að myndast  á sárið er líklegt að jólin kroppi svolítið ofan af því. Suma langar eðlilega til að setjast upp í tímavél og lenda við upphaf þorra, því miður er það ekki í boði og kannski ekki svo miður, það koma nefnilega önnur jól eftir þessi jól og þá er kannski skárra að vera búin að ganga í gegnum þau fyrstu.Það er mikilvægt að gera plön fyrir þessi fyrstu jól, þurfa ekki að takast á við bæði óvissu og sorg, sorgin er viðráðanlegri án óvissunnar, það er svo merkilegt.

Sumir ákveða … Lesa meira

Að vera tapari á Íslandi

Margrét heitin Þórhallsdóttir ljósmóðir var jarðsungin frá Akureyrarkirkju í liðinni viku. Margrét er mörgum kunn hér í bæ enda átti hún langan og farsælan starfsferil að baki hér á sjúkrahúsi Akureyrar  í hlutverki sem var ekki bara vinnan hennar heldur köllun, starfið átti hug hennar og hjarta alla tíð.

Orðið ljósmóðir var ekki alls fyrir löngu valið fegursta orð íslenskrar tungu. Það get ég vel skilið enda yljar það inn að hjartarótum  á meðan t.d. orðið örbylgjuofn fær mann til að snögglega endurskoða þjóðerni sitt. Út frá fagurfræðilegu sjónarmiði er orðið ljósmóðir mjög sterkt en þó held ég að veruleikinn að baki því hafi ráðið meira um úrslitin en margan grunar. Ljósmóðir vinnur í fyrsta lagi alveg gríðarlega mikilvægt ábyrgðarstarf en svo er líka eðli starfsins þannig að nærvera hennar grópast í huga og hjarta tilvonandi og nýbakaðra foreldra. Ég mun aldrei  í lífinu gleyma ljósmæðrunum sem tóku á móti … Lesa meira

Konsertmeistarinn

Einu sinni lærði ég á fiðlu. Áhuginn kom yfir mig eins og elding er ég fór sex ára gömul á sinfoníutónleika með foreldrum mínum, þá var egóið svo stórt í þessum annars litla sex ára líkama að ég heimtaði strax eftir tónleikana að pabbi hefði samband við Tónlistarskólann á Akureyri og innritaði mig til fiðlunáms, ég mátti engan tíma missa. Þá var stefnan ekki sett á að eignast vini eða efla félagsþroska heldur verða konsertmeistari.

Fyrst lærði ég að spila eftir svokallaðri Suzuki aðferð sem þá hafði nýlega rutt sér til rúms og fólst í því að leika eingöngu eftir eyranu. Það gekk ágætlega, efnisskráin samanstóð af Signir sól og Litlu andarungarnir. Ég hef alltaf ætlað mér að skrifa henni Lilju Hjaltadóttur sem kenndi mér þá og spyrja hvaða leiðir hún  hafi farið til að viðhalda serótónínmagni líkamans því ég held að fyrir utan heila og taugaskurðlækningar þá sé þetta … Lesa meira