Skip to content

Month: August 2012

Hamingjuspikið

Í lok ágúst um það leyti sem haustkul háloftanna læðist inn fjörðinn og raular nokkra rökkursöngva, verð ég alltaf jafn undrandi. Ekki yfir tímanum sem slíkum og kapphlaupi hans heldur þeirri staðreynd að ég skuli alltaf safna spiki hvert einasta sumar án þess að draga nokkrar ályktanir af hegðun minni. Ef ég væri skógarbjörn þá væri þetta fullkomlega eðlilegt en af því að maður býr nú í tiltölulega vel fíruðu húsnæði og með Bónus í bakgarðinum þá er þetta nánast óskiljanlegt. Eða svo fannst mér a.m.k þangað til ég las bók Gunnars Hersveins heimspekings sem nefnist Gæfuspor, þá öðlaðist ég nefnilega algjörlega nýja sýn á spikið. Þar tekst Gunnari Hersveini  hið ómögulega þ.e.  að gefa þessu illskeytta hugtaki fallega merkingu, þegar hann talar um hamingjuspikið sem fóðrar sálina. Og þá fór ég einmitt að hugsa hvort það kæmi ekki líka til af góðu að maður bætti svolitlu á sig á … Lesa meira