Skip to content

Month: December 2015

Almar og albönsku fjölskyldurnar

Jólaprédikunin á það til að skrifa sig sjálf, á liðinni aðventu skrifaði lífið og tíðarandinn nokkrar. Einn frumlegasti helgileikur síðari ára var án efa „Almar í kassanum“ sem þjóðin fylgdist með í heila viku á internetinu. Almar var nakinn inn í glerkassa og því fóru frumþarfir hans ekki framhjá glöggum áhorfendum. Og það var einmitt það sem kom fólki mest á óvart og vakti jafnvel hneikslan að maðurinn skyldi gera slíkt fyrir allra augum það er að segja þeirra sem kusu að horfa. Þegar ég fór að uppgötva evrópskar raunsæismyndir á sínum tíma eins og verk breska leikstjórans Mike Leigh þar sem venjulegt fólk með óviðurkennt útlit situr á salerninu á meðan það talar við makann sem stendur inn í svefnherbergi með stýrur í augum uppgötvaði ég, mér til mikillar skelfingar, að amerískt kvikmyndauppeldi hafði tekist að gera mig forviða yfir slíkum senum. Mér fannst nánast eins og ég væri … Lesa meira

Í döprum hjörtum ( jólasaga)

„Helvítis Léttbylgjan með allt sitt jólagarg“ hugsar Marteinn um leið og hann ýtir á leitartakkann á útvarpinu , gamla gufan stendur fyrir sínu en dóttirin stillir á þennan ófögnuð þegar hún fær bílinn að láni. „Gimsteina og perlur, gullsveig um enni“ syngur Helgi Björns eins og rifinn saxófónn, „djöfull er þetta þreytandi“ tautar Marteinn um leið og Rás eitt birtist eins og frelsandi engill í andlegri eyðimörk sem ber honum það sem máli skiptir,dánarfregnir og jarðarfarir. Marteinn Jónsson er ekki það sem menn kalla jólabarn þó hann reyni allt hvað hann getur til að halda andliti gagnvart fjölskyldunni. Hann er meira að segja í skreytingarnefnd húsfélagsins og þurfti þess vegna að taka afstöðu til þess hvernig seríur ætti að kaupa fyrir blokkina. Hann eyddi heilli klukkustund af ævi sinni í að ræða aftur á bak og áfram um hvort sniðugra væri að kaupa marglitar seríur eða hvítar, það skipti víst … Lesa meira