Mig langar að rifja upp tvær myndir af fjölmörgum úr uppvexti mínum sem ég held að hafi gert mér gott. Á annarri er ég að draga saman hey með hrífu framan við torfbæinn heima í Laufási í brakandi sumarblíðu. Sólin er hátt á lofti og ég er í stuttermabol og verð þess skyndilega vör að ég hef brunnið á framhandleggjunum og hleyp inn í hús í ofboði og lendi í beint í flasinu á pabba. Pabbi nær í eitthvert illa lyktandi smyrsl inn í baðskáp og makar á brunann og segir mér svo að drífa mig aftur út til verka. Þarna er ég kannski tíu ára og þótt vissulega hafi verið dálítið óþægilegt að brenna svona þá er jafn líklegt að mér hafi þótt heyskapurinn frekar leiðinlegur og séð mér leik á borði að sleppa vegna meiðsla. Ég man að ég fór aftur út nokkuð stúrin á svip ósátt við … Lesa meira
prestur