Skip to content

Month: March 2023

Ekkert Við og Þið

Nú búum við okkur undir páskahátíðina í kirkjunni með því að líta inn á við, skoða líf okkar og líðan, venjur og siði, hugsanir og gjörðir, samskipti við annað fólk og umgengni um sköpunarverkið. Langafasta eru fjörutíu dagar og minna okkur þann tíma þegar Jesús fastaði í eyðimörkinni eftir að hafa tekið skírn í ánni Jórdan.  Áður fyrr tíðkaðist að neyta léttari fæðu, taka út kjöt og hvíla meltinguna svo huganum gæfist betra tóm til að vinna sitt verk og íhuga pínu og dauða Jesú Krists. Nútímamaðurinn virðist reyndar vera búinn að enduruppgötva gildi föstunnar sér til heilsubótar því á umliðnum árum hafa margir tamið sér að fasta reglulega um lengri eða skemmri tíma og einhverjar læknisfræðilega rannsóknir verið gerðar sem staðfesta gagnsemi þess að fasta. Margir vilja meina að fastan komi blóðsykrinum í betra horf, vinni gegn sykursýki og hjálpi til við þyngdarstjórnun. Af því leiðir að manneskjunni líður … Lesa meira